Hafþór sést sveifla sverði í stiklunni, sem sjá má hér að neðan. Þættirnir fara í sýningu í Bandaríkjunum og á Stöð 2 í apríl.
Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones kom hingað til síðasta sumar.
Meðal tökustaða voru Þjórsárdalur, Hengilssvæðið og Stekkjagjá á Þingvöllum.Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum.
Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana í apríl.