Lúxusbílamerkin með 10-11% af markaðnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 14:28 Mercedes Benz CLA 250 Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent
Þrátt fyrir að mikill vöxtur hafi verið í sölu bíla í Bandaríkjunum, sem bendir til ágæts efnahagslegs ástands, hafa lúxusbílaframleiðendurnir ekki aukið við hlutdeild sína. Áfram eru þeir með á bilinu 10 til 11% af heildarsölunni. Þróunin hefur verið sú að kaupendur þeirra hafa frekar valið sér jepplinga en fólksbíla. Þýsku framleiðendurnir hafa aukið nokkuð við sölu sína, þ.e. Mercedes Benz, Audi, BMW og Porsche en lúxusmerkin Lexus og Lincoln töpuðu hlutdeild. Einnig er vert að hafa í huga að tveir framleiðendur sem einnig töldust meðal þeirra, Hummer og Saab hurfu af markaðnum. Einn framleiðandi bættist þó við, rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sem fór úr engu í 0,12% allra seldra bíla og viðbúið að það muni enn aukast. Einnig er hætt við því að nýir jepplingar lúxusbílaframleiðendanna, þ.e. Mercedes Benz GLA, Audi Q1 og Porsche Macan muni enn auka veg þeirra á kostnað fólksbíla þeirra. Það kemur í ljós á þessu ári.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent