Jen lætur neikvæðar athugasemdir sem vind um eyru þjóta. Gervirass, rassígræðslur og Photoshop eru orð sem hún sér oft í umræðukerfunum en það angrar hana ekki. "Ég veit að rassinn minn er raunverulegur, hann er árangur erfiðis. Þú falsar ekki gott form." Segir Jen sem líka hefur eignast fylgjendur úr röðum fræga fólksins. Söngkonan Rihanna er ein þeirra.
Jen kærir sig þó lítt um frægð og frama að eigin sögn. Hún vill einungis vera góð hvatning, koma fólki í ræktina og stuðla að auknu heilbrigði. Það er líklega óhætt að segja að lífstíll hennar hafi vakið mikla athygli. Nú er málið bara að drífa sig í ræktina og nota hashtagið #Seltering á Twitter.