Frábær umgjörð var á frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fór í Laugardalshöll í gær.
Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH sló 29 ára gamalt met Bryndísar Hólm í flokki 22 ára og yngri í langstökki. Sveinbjörg stökk 6,12 metra sem dugði til þriðja sætis í langstökkskeppninni.
Sveinbjörg bætti sinn besta árangur innanhúss um 13 sentímetra. Utanhúss hefur hún þó lengst stokkið 6,27 metra en það gerði hún árið 2012.
Þá varpaði FH-ingurinn lengst allra kúlu (13,11 metra) og hljóp á persónulegu meti í 60 metra grind. Greinarnar þrjár voru liður í þríþraut innan Reykjavíkurleikanna og vann Sveinbjörg stigakeppnina með 2733 stig.
Nokkrir keppendur bættu sig á mótinu. Björg Gunnarsdóttir úr ÍR kom í mark í 60 metra hlaupi kvenna á 7,79 sekúndum og Hafdís Sigurðardóttir úr UFA bætti sinn besta árangur í langstökki innanhúss með stökki upp á 6,21 metra.
Fleiri fréttir af frjálsíþróttakeppni RIG má sjá hér að neðan.
Sveinbjörg bætti 29 ára gamalt met
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti