Kaupir GM Tesla? Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 12:30 Tesla verksmiðjurnar í Kaliforníu. Sú getgáta að General Motors muni kaupa rafmagnsbílaframleiðandann Tesla á þessu ári heyrist sífellt oftar. Með því fengi GM gott forskot í framleiðslu rafmagnsbíla og þyrfti ekki að eyða miklum fjármunum í þróun eigin rafbíla og Tesla fengi aðgengi að söluneti GM. Að auki myndi Elon Musk, forstjóri Tesla fá mikið fyrir 30% eignarhlut sinn. Eins og verð hlutabréfa í Tesla er nú skráð, 150 dollarar á hlut, myndi það tryggja Musk 580 milljarða króna. General Motors er örugglega ekki tilbúið að kaupa Tesla á 150 dollara á hvern hlut, enda telja margir að það verð sé alltof hátt. En hvort Musk væri tilbúinn að hlusta á nokkru lægra tilboð, er ekki talið ósennilegt. Tesla mun hafa framleitt 21.500 bíla á síðasta ári sem er meira en þeirra eigin spár hljóðuðu uppá, eða 20.000 bíla. Allir eru þeir af gerðinni Tesla Model S, en á þessu ári mun Tesla kynna til sögunnar Model X jeppling og svo er mun ódýrari rafmagnsbíll í þróun sem á að koma á markað á næsta ári. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Sú getgáta að General Motors muni kaupa rafmagnsbílaframleiðandann Tesla á þessu ári heyrist sífellt oftar. Með því fengi GM gott forskot í framleiðslu rafmagnsbíla og þyrfti ekki að eyða miklum fjármunum í þróun eigin rafbíla og Tesla fengi aðgengi að söluneti GM. Að auki myndi Elon Musk, forstjóri Tesla fá mikið fyrir 30% eignarhlut sinn. Eins og verð hlutabréfa í Tesla er nú skráð, 150 dollarar á hlut, myndi það tryggja Musk 580 milljarða króna. General Motors er örugglega ekki tilbúið að kaupa Tesla á 150 dollara á hvern hlut, enda telja margir að það verð sé alltof hátt. En hvort Musk væri tilbúinn að hlusta á nokkru lægra tilboð, er ekki talið ósennilegt. Tesla mun hafa framleitt 21.500 bíla á síðasta ári sem er meira en þeirra eigin spár hljóðuðu uppá, eða 20.000 bíla. Allir eru þeir af gerðinni Tesla Model S, en á þessu ári mun Tesla kynna til sögunnar Model X jeppling og svo er mun ódýrari rafmagnsbíll í þróun sem á að koma á markað á næsta ári.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent