Viðskipti erlent

Atvinnulausum fækkar á Spáni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birtir til á Spáni árið 2014
Birtir til á Spáni árið 2014 nordicphotos/getty
Atvinnuleysi á Spáni hefur verið mikið síðustu tvö ár en nú virðist vera að birta til í þeim málum. Atvinnulausum fækkaði um tæplega 110.000 manns í desembermánuði.

Alls eru um 4,7 milljónir manna atvinnulausir á Spáni en árið 2013 dróst atvinnuleysi saman um 147.385 manns. 

Atvinnuleysi er um 26% á Spáni og er talan mun hærri á meðal ungs fólks.

Það mun vera næst mest af öllum þeim 28 ríkjum sem eru innan Evrópusambandsins.

Að sögn spænsku ríkisstjórnarinnar er útlit fyrir að efnahagslífið á Spáni eigi eftir að taka við sér árið 2014 og gæti atvinnulausum fækkað enn meira á næstu misserum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×