Formula 1 notaði 33.200 dekk Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 15:06 33.200 svona dekk lágu í valnum. Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent
Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent