10 söluhæstu bílarnir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 10:05 Ford F-150 Pallbíllinn Ford F-150 var langsöluhæsti bíll í Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Hann seldist í hvorki meira né minna en 763.402 eintökum. Það er 105 sinnum meira en öll bílasala hérlendis í fyrra. Langt er í næstsöluhæsta bílinn, Chevrolet Silverado, sem einnig er pallbíll, en hann seldist í 480.414 eintökum. Bandaríkjamenn virðast því enn vera óðir í pallbíla. Mikil söluaukning var á báðum þessum bílum milli ára, eða 18% á Ford F-150 og 15% á Chevrolet Silverado. Þriðji söluhæsti bíllinn er Toyota Camry með 408.484 bíla selda og þar á eftir kemur Honda Accord með 366.678 bíla. Í fimmta sæti er svo enn einn pallbíllinn, Ram með 355.673 bíla. Næst komu Honda Civic (336.180), Nissan Altima (320.723), Honda CR-V (303.904), Toyota Corolla (303.904) og í tíunda sæti var Ford Escape jepplingurinn (295.993). Sala allra þessara 10 bíla jókst á milli ára, enda var bílasala í Bandaríkjunum einstaklega góð á síðasta ári. Athygli vekur að af 10 söluhæstu bílunum eru 6 þeirra japanskir, en hinir 4 bandarískir. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Pallbíllinn Ford F-150 var langsöluhæsti bíll í Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Hann seldist í hvorki meira né minna en 763.402 eintökum. Það er 105 sinnum meira en öll bílasala hérlendis í fyrra. Langt er í næstsöluhæsta bílinn, Chevrolet Silverado, sem einnig er pallbíll, en hann seldist í 480.414 eintökum. Bandaríkjamenn virðast því enn vera óðir í pallbíla. Mikil söluaukning var á báðum þessum bílum milli ára, eða 18% á Ford F-150 og 15% á Chevrolet Silverado. Þriðji söluhæsti bíllinn er Toyota Camry með 408.484 bíla selda og þar á eftir kemur Honda Accord með 366.678 bíla. Í fimmta sæti er svo enn einn pallbíllinn, Ram með 355.673 bíla. Næst komu Honda Civic (336.180), Nissan Altima (320.723), Honda CR-V (303.904), Toyota Corolla (303.904) og í tíunda sæti var Ford Escape jepplingurinn (295.993). Sala allra þessara 10 bíla jókst á milli ára, enda var bílasala í Bandaríkjunum einstaklega góð á síðasta ári. Athygli vekur að af 10 söluhæstu bílunum eru 6 þeirra japanskir, en hinir 4 bandarískir.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent