Kaupendur VW e-up fá hefðbundna bíla að láni Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 13:15 Volkswagen e-up rafmagnsbíllinn. Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent
Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent