"Það eru svo margir sem eiga engan að“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2014 12:45 Aðstoðaði eldri konu konu við innkaupin. nordicphotos/getty „Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“ Veður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Sjá meira
„Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“
Veður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent