"Það eru svo margir sem eiga engan að“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2014 12:45 Aðstoðaði eldri konu konu við innkaupin. nordicphotos/getty „Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“ Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
„Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“
Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira