Opnar Gallerí Gest jafnvel í jógatíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 14:00 "Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður,“ segir Magnús sem hér sýnir verk G.ERLU. Fréttablaðið/GVA „Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“ Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Sjá meira
„Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“
Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Sjá meira