Jól á Vogi Mikael Torfason skrifar 30. desember 2013 07:00 Það er við hæfi að sjúkrahúsið Vogur eigi afmæli á jólum. Um helgina var haldið upp á 30 ára afmæli sjúkrahússins en á þessum árum hafa 24 þúsund áfengis- og vímuefnasjúklingar fengið þar meðferð. Þar eru karlmenn í meirihluta en á Vog kemur einn af hverjum fimm íslenskum karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni. Ein af hverjum tíu konum kemur á Vog og allt bendir til þess að á næstu árum verði þær engir eftirbátar karlanna. Því miður. „Þetta er erfiður árstími,“ sagði Páll Bjarnason, dagskrárstjóri á Vogi, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á öðrum degi jóla en aðsókn í meðferð nær þá hámarki og vísa þurfti fólki frá bæði á aðfangadag og jóladag. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að eftir áramót komi svo yfirleitt önnur sveifla, „og þá er meira um fólk sem hefur frestað meðferð yfir jól og áramót og er þá í mörgum tilfellum að koma í fyrsta skipti.“ Vogur er eitt af þessum kraftaverkum sem urðu til vegna dugnaðar og samheldni. Með stofnun SÁÁ árið 1977 ákvað sjúklingahópur sem áður tilheyrði geðsviði læknisfræðinnar að ganga út af geðdeildunum og stofna sitt eigið meðferðarbatterí. Þessi hópur ákvað síðar að byggja sitt eigið sjúkrahús og biðlaði til þjóðarinnar sem svaraði kallinu og styrkti byggingu sjúkrahússins með frjálsum framlögum. Saga Vogs er sannkölluð sigursaga sem öll þjóðin getur verið stolt af. Fyrir tíu árum var svo byggt við sjúkrahúsið til að geta sinnt unga fólkinu betur og nú er enn hugsað stórt hjá SÁÁ sem byggir nýja viðbyggingu fyrir veikustu sjúklingana. Af þessu tilefni biðlar SÁÁ aftur til þjóðarinnar og hefur hafið söfnun vegna nýrrar viðbyggingar fyrir veikustu sjúklingana, langt leidda áfengis- og vímuefnasjúklinga sem búa á götunni. Auðvitað er mannúð fólgin í því að bjóða þessu fólki næturgistingu en það er engin lausn. Alkóhólismi er sjúkdómur og þúsundir Íslendinga eru í bata af þeim sjúkdómi. Börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga finnst betra að vita af mömmu eða pabba á Vogi yfir jólin en á götunni. Nú, eða að þau séu að valda heimilisfólkinu enn meiri sársauka með því að vera drukkin yfir hátíðirnar. Við megum nefnilega ekki gleyma því að þessi 24 þúsund sem þegar hafa útskrifast af Vogi eru mörg hver foreldrar, ömmur eða afar, synir eða dætur. Þetta erum við. Bara ósköp venjulegir Íslendingar. Á upphafsárum Vogs voru miðaldra fyllikallar stærsti sjúklingahópurinn. Í dag hefur sjúklingahópurinn tekið miklum stakkaskiptum. Ungir karlmenn, um 25 ára aldur, eru í miklum meirihluta og það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu þjóðhagslega hagkvæmt það er að þurrka þann hóp upp. En sjúkdómurinn hefur líka breyst og áður var fólk fyrst og síðast að misnota áfengi en síðustu ár hafa ólögleg fíkniefni breytt ótrúlega miklu. Við skulum vera minnug þess nú á áramótum að þjóðarsjúkdómur Íslendinga er alkóhólismi. Jól og áramót eru hátíð fjölskyldunnar og við skulum lofa börnunum að njóta þeirra með okkur, edrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Það er við hæfi að sjúkrahúsið Vogur eigi afmæli á jólum. Um helgina var haldið upp á 30 ára afmæli sjúkrahússins en á þessum árum hafa 24 þúsund áfengis- og vímuefnasjúklingar fengið þar meðferð. Þar eru karlmenn í meirihluta en á Vog kemur einn af hverjum fimm íslenskum karlmönnum einhvern tíma á lífsleiðinni. Ein af hverjum tíu konum kemur á Vog og allt bendir til þess að á næstu árum verði þær engir eftirbátar karlanna. Því miður. „Þetta er erfiður árstími,“ sagði Páll Bjarnason, dagskrárstjóri á Vogi, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á öðrum degi jóla en aðsókn í meðferð nær þá hámarki og vísa þurfti fólki frá bæði á aðfangadag og jóladag. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að eftir áramót komi svo yfirleitt önnur sveifla, „og þá er meira um fólk sem hefur frestað meðferð yfir jól og áramót og er þá í mörgum tilfellum að koma í fyrsta skipti.“ Vogur er eitt af þessum kraftaverkum sem urðu til vegna dugnaðar og samheldni. Með stofnun SÁÁ árið 1977 ákvað sjúklingahópur sem áður tilheyrði geðsviði læknisfræðinnar að ganga út af geðdeildunum og stofna sitt eigið meðferðarbatterí. Þessi hópur ákvað síðar að byggja sitt eigið sjúkrahús og biðlaði til þjóðarinnar sem svaraði kallinu og styrkti byggingu sjúkrahússins með frjálsum framlögum. Saga Vogs er sannkölluð sigursaga sem öll þjóðin getur verið stolt af. Fyrir tíu árum var svo byggt við sjúkrahúsið til að geta sinnt unga fólkinu betur og nú er enn hugsað stórt hjá SÁÁ sem byggir nýja viðbyggingu fyrir veikustu sjúklingana. Af þessu tilefni biðlar SÁÁ aftur til þjóðarinnar og hefur hafið söfnun vegna nýrrar viðbyggingar fyrir veikustu sjúklingana, langt leidda áfengis- og vímuefnasjúklinga sem búa á götunni. Auðvitað er mannúð fólgin í því að bjóða þessu fólki næturgistingu en það er engin lausn. Alkóhólismi er sjúkdómur og þúsundir Íslendinga eru í bata af þeim sjúkdómi. Börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga finnst betra að vita af mömmu eða pabba á Vogi yfir jólin en á götunni. Nú, eða að þau séu að valda heimilisfólkinu enn meiri sársauka með því að vera drukkin yfir hátíðirnar. Við megum nefnilega ekki gleyma því að þessi 24 þúsund sem þegar hafa útskrifast af Vogi eru mörg hver foreldrar, ömmur eða afar, synir eða dætur. Þetta erum við. Bara ósköp venjulegir Íslendingar. Á upphafsárum Vogs voru miðaldra fyllikallar stærsti sjúklingahópurinn. Í dag hefur sjúklingahópurinn tekið miklum stakkaskiptum. Ungir karlmenn, um 25 ára aldur, eru í miklum meirihluta og það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu þjóðhagslega hagkvæmt það er að þurrka þann hóp upp. En sjúkdómurinn hefur líka breyst og áður var fólk fyrst og síðast að misnota áfengi en síðustu ár hafa ólögleg fíkniefni breytt ótrúlega miklu. Við skulum vera minnug þess nú á áramótum að þjóðarsjúkdómur Íslendinga er alkóhólismi. Jól og áramót eru hátíð fjölskyldunnar og við skulum lofa börnunum að njóta þeirra með okkur, edrú.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun