Brosið sem hvarf Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 20. desember 2013 10:00 Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen Bækur: Brosbókin Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen Salka Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur fjallar um litla stúlku í fjarlægu ríki, hana Sólu, sem hefur það einstaka persónueinkenni að vera alltaf brosandi. Gleði hennar er smitandi, eins og gjarnan er raunin, og hún er hvers manns hugljúfi. Einn daginn gerist nokkuð sem engan hafði órað fyrir en þann dag vaknar Sóla og brosið hennar er horfið. Það sem áður veitti henni hina mestu gleði hefur engin áhrif á þessa skyndilegu fýlu. Þetta veldur uppnámi í ríkinu og allir hjálpast að við að leita að brosinu úti um allan bæ. Í ljós kemur að þau hafa leitað langt yfir skammt, því brosið leynist auðvitað dulbúið á andliti Sólu. Boðskapur sögunnar er einfaldur: Allir fara einhvern tímann í vont skap og þá þarf maður sjálfur að „finna brosið sitt aftur“. Bókin er sniðug að því leyti að börn halda gjarnan að heimurinn snúist um þau ein – enda gerir hann það að mörgu leyti. Þess vegna er hreint ekki skrýtið að gleði Sólu sé svo mikilvæg fyrir þegna ríkisins að þeir verði allir miður sín þegar brosið hverfur. Auk þess er ágætt að hafa í huga að lundarfar er gjarnan smitandi, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Það gildir bæði um börn og fullorðna. Hugmyndin er góð en hugsanlega hefði mátt verja meiri tíma í að fínpússa söguþráðinn. Hann gengur þó ágætlega upp og bókin ætti að höfða vel til yngstu kynslóðarinnar. Auk þess er sagan kjörin til þess að skapa umræður um skapsveiflur og áhrif þeirra á annað fólk. Bókin skartar litríkum og fjölbreytilegum myndlýsingum eftir Elsu Nielsen. Þær eru blanda af tölvuunnum klippimyndum og teikningum. Að því leyti minna þær á bækurnar um Einar Áskel. Á hverri opnu er margt að skoða og myndirnar eru ekki hugsaðar sem einfaldar myndskreytingar heldur bæta þær við söguþráðinn. Uppsetningin er skemmtileg og letrið er nógu stórt fyrir börn sem eru að læra að lesa. Aftur á móti eru setningarnar margar hverjar í lengri kantinum fyrir þessi sömu börn.Niðurstaða: Skemmtilega myndlýst bók fyrir unga krakka með áhugaverðum boðskap sem ætti að vekja umræður. Gagnrýni Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bækur: Brosbókin Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen Salka Brosbókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur fjallar um litla stúlku í fjarlægu ríki, hana Sólu, sem hefur það einstaka persónueinkenni að vera alltaf brosandi. Gleði hennar er smitandi, eins og gjarnan er raunin, og hún er hvers manns hugljúfi. Einn daginn gerist nokkuð sem engan hafði órað fyrir en þann dag vaknar Sóla og brosið hennar er horfið. Það sem áður veitti henni hina mestu gleði hefur engin áhrif á þessa skyndilegu fýlu. Þetta veldur uppnámi í ríkinu og allir hjálpast að við að leita að brosinu úti um allan bæ. Í ljós kemur að þau hafa leitað langt yfir skammt, því brosið leynist auðvitað dulbúið á andliti Sólu. Boðskapur sögunnar er einfaldur: Allir fara einhvern tímann í vont skap og þá þarf maður sjálfur að „finna brosið sitt aftur“. Bókin er sniðug að því leyti að börn halda gjarnan að heimurinn snúist um þau ein – enda gerir hann það að mörgu leyti. Þess vegna er hreint ekki skrýtið að gleði Sólu sé svo mikilvæg fyrir þegna ríkisins að þeir verði allir miður sín þegar brosið hverfur. Auk þess er ágætt að hafa í huga að lundarfar er gjarnan smitandi, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Það gildir bæði um börn og fullorðna. Hugmyndin er góð en hugsanlega hefði mátt verja meiri tíma í að fínpússa söguþráðinn. Hann gengur þó ágætlega upp og bókin ætti að höfða vel til yngstu kynslóðarinnar. Auk þess er sagan kjörin til þess að skapa umræður um skapsveiflur og áhrif þeirra á annað fólk. Bókin skartar litríkum og fjölbreytilegum myndlýsingum eftir Elsu Nielsen. Þær eru blanda af tölvuunnum klippimyndum og teikningum. Að því leyti minna þær á bækurnar um Einar Áskel. Á hverri opnu er margt að skoða og myndirnar eru ekki hugsaðar sem einfaldar myndskreytingar heldur bæta þær við söguþráðinn. Uppsetningin er skemmtileg og letrið er nógu stórt fyrir börn sem eru að læra að lesa. Aftur á móti eru setningarnar margar hverjar í lengri kantinum fyrir þessi sömu börn.Niðurstaða: Skemmtilega myndlýst bók fyrir unga krakka með áhugaverðum boðskap sem ætti að vekja umræður.
Gagnrýni Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira