Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 16. desember 2013 11:00 Valgerður Þóroddsdóttir. Meðgönguljóð er útgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu ljóðabóka. Nýverið voru fjögur ný skáld tekin inn í raðir meðgönguljóðskálda. fréttablaðið/vilhelm Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“ Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira