Æðsta dyggðin var að þræla sér út Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:00 Börkur er blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður en segir það ekki teljast til vinnu í augum karlmannanna sem hann ólst upp með. Fréttablaðið/GVA Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“ Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira