Aníta keppir við framtíðarstjörnur Bandaríkjanna í New York Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risaverkefni því hún keppir þá á einu frægasta innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna sem haldið er árlega í New York. Frábær árangur Anítu á þessu ári hefur komið henni í flokk með framtíðarstjörnum heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga og virta innanhússmót, Millrose Games, sem fer fram í 107. sinn í febrúar. Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary Cain (fædd 1996), sem er jafngömul Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd 1995), sem hefur verið að hlaupa mjög vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er tveimur árum eldri og að verða einn flottasti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í mótinu. „Mótshaldarar í Bandaríkjunum langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörnur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu um að það yrði af þessu ef Aníta vildi koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu 2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Mótið í New York fer fram 15. febrúar en verður þó ekki fyrsta mót hennar á árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á Íslandi í vetur og það verður alþjóðlegt mót 19. janúar í Laugardalshöllinni. Frjálsíþróttasambandið stefnir á að fá tvo til þrjá erlenda keppendur á móti henni á þessu móti, þar af einhverja í hennar styrkleikaflokki,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjallinu. Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir mun byrja næsta ár á risaverkefni því hún keppir þá á einu frægasta innanhússfrjálsíþróttamóti Bandaríkjanna sem haldið er árlega í New York. Frábær árangur Anítu á þessu ári hefur komið henni í flokk með framtíðarstjörnum heimsins í 800 metra hlaupi kvenna og í framhaldinu fékk hún boð á hið fornfræga og virta innanhússmót, Millrose Games, sem fer fram í 107. sinn í febrúar. Ein mesta stjarna Bandaríkjanna, Mary Cain (fædd 1996), sem er jafngömul Anítu, ung bresk stúlka, Jessica Judd (fædd 1995), sem hefur verið að hlaupa mjög vel, og Ajee Wilson (fædd 1994), sem er tveimur árum eldri og að verða einn flottasti hlaupari Bandaríkjanna, taka þátt í mótinu. „Mótshaldarar í Bandaríkjunum langaði til að fá þessar ungu hlaupastjörnur saman í eitt hlaup. Þeir voru búnir að fá samþykki frá Cain og Wilson og töluðu um að það yrði af þessu ef Aníta vildi koma,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, í Sportspjallinu sem verður frumsýnt á Vísi í hádeginu í dag. Þar fer Kolbeinn Tumi Daðason yfir árangur Anítu og annars íslensk frjálsíþróttafólks á árinu 2013 ásamt Gunnari og Þóreyju Eddu Elísdóttur. Mótið í New York fer fram 15. febrúar en verður þó ekki fyrsta mót hennar á árinu. „Aníta er líka að fara að keppa á Íslandi í vetur og það verður alþjóðlegt mót 19. janúar í Laugardalshöllinni. Frjálsíþróttasambandið stefnir á að fá tvo til þrjá erlenda keppendur á móti henni á þessu móti, þar af einhverja í hennar styrkleikaflokki,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir í Sportspjallinu.
Innlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira