Mótvægi við poppið og rokkið og rólið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 11:00 Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson æfa alla daga fyrir tónleikana með aðstoð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Fréttablaðið/Daníel Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“ Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“
Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira