Einmanalegt, gefandi og skapandi starf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. desember 2013 11:00 María Rán Guðjónsdóttir er nú tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna í annað sinn. Fréttablaðið/Stefán María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira