Röskur ráðherra Mikael Torfason skrifar 25. nóvember 2013 00:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra brást skjótt við og af festu þegar hann heyrði viðtal Heimis Más Péturssonar á Bylgjunni á föstudag við Pálma Stefánsson skipstjóra. Pálmi var á vettvangi og sagði Kolgrafafjörð kjaftfullan af síld, hún væri komin undir brú þar sem ekki mátti veiða. Lýsingar Pálma vöktu ugg en í fyrra drápust þar samtals 52 þúsund tonn af síld. Sjávarútvegsráðherra gekk þegar í að gefa út reglugerð sem kveður á um að veiðar innan við brúna í Kolgrafafirði séu frjálsar. Ákvörðunina rökstuddi ráðherrann einfaldlega á þann hátt að með þessu væri verið að bjarga verðmætum og koma í veg fyrir umhverfisslys. Auk þess vonaðist hann til að veiðarnar gætu orðið til að fæla síldina út aftur, úr þeirri dauðagildru sem þarna virðist vera. Í fréttum Stöðvar 2 um helgina var rætt við Bjarna Sigurbjörnsson, bónda á Eiði við Kolgrafafjörð, sem sagðist upplifa sig „í nafla alheimsins“. „Hérna eru risatogarar fyrir framan brúna og bátarnir fyrir innan og þótt það sé saklaust að horfa á þetta núna þá er þetta jafnsaklaust og í fyrra þegar við vöknuðum hérna einn morguninn og fjörurnar voru þaktar síld.“ Ekki er komin í gang áætlun til að koma í veg fyrir að síldin drepist í firðinum. Að sögn Bjarna tekur nú við viðbragðsáætlun um hreinsun og björgun verðmæta, eins og það var orðað í fréttum okkar um helgina. Um áætlunina miklu sagði Bjarni að það tæki „allt svo langan tíma í kerfinu. Það hefði að sjálfsögðu átt að gera þetta í sumar en svo urðu ráðherraskipti og þess háttar. Við sitjum í þessum samráðshópi þar sem er verið að ræða þessi mál. Það væri alveg hægt að ráðast í einhverjar aðgerðir en spurningin er bara hvaða aðgerðir. Nú erum við að falla á tíma – síldin er komin.“ Heimamenn hafa sent frá sér viðvaranir allt þetta ár og í október skoraði bæjarráð Grundarfjarðar á Sigurð Inga að leyfa lokun Kolgrafafjarðar. Tæknilega hefði verið mögulegt að gera það en svo mikið inngrip þyrfti að fara í umhverfismat. Sigurður Ingi segist vera í sambandi við innanríkisráðherra og segir að í skoðun sé að rjúfa veginn til að koma á hringrás í firðinum. „Hann spáir dauðalogni og blíðu, það er ekki gott,“ sagði Bjarni í viðtali á Vísi á föstudag en það eru svipuð skilyrði og mynduðust síðasta vetur þegar síldin drapst, fyrst í desember í fyrra og svo 1. febrúar. Til að setja 52 þúsund tonn af dauðri síld í samhengi, þá gaf sjávarútvegsráðherra smábátum 300 tonna viðbótarkvóta á síld nýverið og þótti ágætt. Á svona dögum er mikilvægt að stjórnvöld séu ekki föst í viðjum þunglamalegs kerfis. Yfirvöld verða að vera í stakk búin til að geta tekið skjótar ákvarðanir. Því miður gerist það of sjaldan að það er eins afdráttarlaust tekið af skarið og á föstudag. Líklega verður af nógu að taka í stórum ákvörðunum næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra brást skjótt við og af festu þegar hann heyrði viðtal Heimis Más Péturssonar á Bylgjunni á föstudag við Pálma Stefánsson skipstjóra. Pálmi var á vettvangi og sagði Kolgrafafjörð kjaftfullan af síld, hún væri komin undir brú þar sem ekki mátti veiða. Lýsingar Pálma vöktu ugg en í fyrra drápust þar samtals 52 þúsund tonn af síld. Sjávarútvegsráðherra gekk þegar í að gefa út reglugerð sem kveður á um að veiðar innan við brúna í Kolgrafafirði séu frjálsar. Ákvörðunina rökstuddi ráðherrann einfaldlega á þann hátt að með þessu væri verið að bjarga verðmætum og koma í veg fyrir umhverfisslys. Auk þess vonaðist hann til að veiðarnar gætu orðið til að fæla síldina út aftur, úr þeirri dauðagildru sem þarna virðist vera. Í fréttum Stöðvar 2 um helgina var rætt við Bjarna Sigurbjörnsson, bónda á Eiði við Kolgrafafjörð, sem sagðist upplifa sig „í nafla alheimsins“. „Hérna eru risatogarar fyrir framan brúna og bátarnir fyrir innan og þótt það sé saklaust að horfa á þetta núna þá er þetta jafnsaklaust og í fyrra þegar við vöknuðum hérna einn morguninn og fjörurnar voru þaktar síld.“ Ekki er komin í gang áætlun til að koma í veg fyrir að síldin drepist í firðinum. Að sögn Bjarna tekur nú við viðbragðsáætlun um hreinsun og björgun verðmæta, eins og það var orðað í fréttum okkar um helgina. Um áætlunina miklu sagði Bjarni að það tæki „allt svo langan tíma í kerfinu. Það hefði að sjálfsögðu átt að gera þetta í sumar en svo urðu ráðherraskipti og þess háttar. Við sitjum í þessum samráðshópi þar sem er verið að ræða þessi mál. Það væri alveg hægt að ráðast í einhverjar aðgerðir en spurningin er bara hvaða aðgerðir. Nú erum við að falla á tíma – síldin er komin.“ Heimamenn hafa sent frá sér viðvaranir allt þetta ár og í október skoraði bæjarráð Grundarfjarðar á Sigurð Inga að leyfa lokun Kolgrafafjarðar. Tæknilega hefði verið mögulegt að gera það en svo mikið inngrip þyrfti að fara í umhverfismat. Sigurður Ingi segist vera í sambandi við innanríkisráðherra og segir að í skoðun sé að rjúfa veginn til að koma á hringrás í firðinum. „Hann spáir dauðalogni og blíðu, það er ekki gott,“ sagði Bjarni í viðtali á Vísi á föstudag en það eru svipuð skilyrði og mynduðust síðasta vetur þegar síldin drapst, fyrst í desember í fyrra og svo 1. febrúar. Til að setja 52 þúsund tonn af dauðri síld í samhengi, þá gaf sjávarútvegsráðherra smábátum 300 tonna viðbótarkvóta á síld nýverið og þótti ágætt. Á svona dögum er mikilvægt að stjórnvöld séu ekki föst í viðjum þunglamalegs kerfis. Yfirvöld verða að vera í stakk búin til að geta tekið skjótar ákvarðanir. Því miður gerist það of sjaldan að það er eins afdráttarlaust tekið af skarið og á föstudag. Líklega verður af nógu að taka í stórum ákvörðunum næstu daga.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun