Glæpasögur leggja Reykjavík undir sig Friðrika Benónýsdótir skrifar 21. nóvember 2013 11:00 "Það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ segir Ragnar Jónasson. Fréttablaðið/Stefán Iceland Noir, fyrsta alþjóðlega glæpasagnahátíðin sem haldin er hérlendis, hefst í kvöld. Þar kemur fram fjöldi höfunda og hugsuða og fjallað verður um glæpasögur frá morgni til kvölds fram á sunnudag. „Ég, Yrsa Sigurðardóttir og breski höfundurinn Quentin Bates höfum verið að hittast á glæpasagnaráðstefnum í Bretlandi og það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ útskýrir Ragnar Jónasson rithöfundur spurður hver tildrögin að hátíðinni séu. „Þannig að við ákváðum bara að slá til og prófa að setja upp okkar eigin hátíð.“ Ragnar segir upphaflega hafa verið meininguna að þetta yrði lítil og fámenn hátíð en áhuginn hafi farið fram úr björtustu vonum og nú er listinn yfir þátttakendur bæði langur og tilkomumikill. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason og meðal þátttakenda eru Ann Cleeves, Jörn Lier Horst, Michael Ridpath, William Ryan, Zoë Sharp, James Oswald og fleiri og fleiri, en alls eru erlendir þátttakendur í hátíðinni nítján talsins, auk fjölmargra íslenskra glæpasagnahöfunda. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og breska blaðið The Guardian tilnefndi hana meðal bestu glæpasagnahátíða heims á dögunum, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið haldin fyrr. „Það er bara svona þegar eitthvað tengist Íslandi,“ segir Ragnar. „Það vekur alltaf svo óskaplegan áhuga og forvitni.“ Aðaldagskrá hátíðarinnar er í Norræna húsinu á laugardaginn, þar sem verða pallborðsumræður og viðtöl við höfunda frá morgni til kvölds. Nánast uppselt er á þann hluta hátíðarinnar en áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því í kvöld er hið árlega glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags þar sem meðal annars verður sýndur þáttur úr nýrri seríu sem gerð er eftir bókum Ann Cleeves, lesið upp úr nýjum íslenskum glæpasögum og rætt við Norðmanninn Jörn Lier Horst, handhafa Glerlykilsins 2013. Á morgun er boðið upp á glæpagöngu í fótspor Erlendar úr sögum Arnaldar Indriðasonar auk þess sem írski höfundurinn William Ryan býður áhugasömum upp á að taka þátt í ritsmiðju um glæpasagnaskrif. „Þegar við sáum hvað það var mikil aðsókn að dagskránni á laugardaginn ákváðum við að bæta við einum opnum atburði á sunnudagskvöldið,“ segir Ragnar. „Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum, spjalla við áhorfendur og segja frá sjálfum sér. Það þarf enga forskráningu á þá dagskrá þannig að við vonum að sem flestir komi og njóti þessa með okkur.“ Glæpakvöldið í kvöld er á Blast Reykjavík við Hverfisgötu, en önnur dagskrá fer fram í Norræna húsinu og geta áhugasamir kynnt sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, icelandnoir.com. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Iceland Noir, fyrsta alþjóðlega glæpasagnahátíðin sem haldin er hérlendis, hefst í kvöld. Þar kemur fram fjöldi höfunda og hugsuða og fjallað verður um glæpasögur frá morgni til kvölds fram á sunnudag. „Ég, Yrsa Sigurðardóttir og breski höfundurinn Quentin Bates höfum verið að hittast á glæpasagnaráðstefnum í Bretlandi og það kom í ljós að við áttum okkur öll þann draum að efna til glæpasagnahátíðar á Íslandi,“ útskýrir Ragnar Jónasson rithöfundur spurður hver tildrögin að hátíðinni séu. „Þannig að við ákváðum bara að slá til og prófa að setja upp okkar eigin hátíð.“ Ragnar segir upphaflega hafa verið meininguna að þetta yrði lítil og fámenn hátíð en áhuginn hafi farið fram úr björtustu vonum og nú er listinn yfir þátttakendur bæði langur og tilkomumikill. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason og meðal þátttakenda eru Ann Cleeves, Jörn Lier Horst, Michael Ridpath, William Ryan, Zoë Sharp, James Oswald og fleiri og fleiri, en alls eru erlendir þátttakendur í hátíðinni nítján talsins, auk fjölmargra íslenskra glæpasagnahöfunda. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og breska blaðið The Guardian tilnefndi hana meðal bestu glæpasagnahátíða heims á dögunum, þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið haldin fyrr. „Það er bara svona þegar eitthvað tengist Íslandi,“ segir Ragnar. „Það vekur alltaf svo óskaplegan áhuga og forvitni.“ Aðaldagskrá hátíðarinnar er í Norræna húsinu á laugardaginn, þar sem verða pallborðsumræður og viðtöl við höfunda frá morgni til kvölds. Nánast uppselt er á þann hluta hátíðarinnar en áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því í kvöld er hið árlega glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags þar sem meðal annars verður sýndur þáttur úr nýrri seríu sem gerð er eftir bókum Ann Cleeves, lesið upp úr nýjum íslenskum glæpasögum og rætt við Norðmanninn Jörn Lier Horst, handhafa Glerlykilsins 2013. Á morgun er boðið upp á glæpagöngu í fótspor Erlendar úr sögum Arnaldar Indriðasonar auk þess sem írski höfundurinn William Ryan býður áhugasömum upp á að taka þátt í ritsmiðju um glæpasagnaskrif. „Þegar við sáum hvað það var mikil aðsókn að dagskránni á laugardaginn ákváðum við að bæta við einum opnum atburði á sunnudagskvöldið,“ segir Ragnar. „Þar munu höfundar lesa úr verkum sínum, spjalla við áhorfendur og segja frá sjálfum sér. Það þarf enga forskráningu á þá dagskrá þannig að við vonum að sem flestir komi og njóti þessa með okkur.“ Glæpakvöldið í kvöld er á Blast Reykjavík við Hverfisgötu, en önnur dagskrá fer fram í Norræna húsinu og geta áhugasamir kynnt sér hana á heimasíðu hátíðarinnar, icelandnoir.com.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp