Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 13:00 Fræbbblarnir 1981 "…og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Mynd: FH Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp