Hringar í sandi og Géza Vermes Illugi Jökulsson skrifar 16. nóvember 2013 14:00 En viti menn, dauðinn gat ekki sigrað hann. Hann hvarf vissulega um stund í dá dauðans, en svo reis hann upp aftur. Fólk vildi ekki trúa á upprisu hans, þá tók guð hann til sín og hann er á himnum. Hver var þessi góði maður? Hlýtur þetta ekki að vera Jesús sjálfur? Ónei, þetta var Honi hringateiknari.” Það var í Palestínu á dögum Rómverja. Hann gekk greinilega á guðs vegum, þessi maður, réttlátur, guðhræddur og mildur. Það safnaðist um hann fólk til að heyra hann tala um guð, og sjá, hann gerði kraftaverk í nafni guðs, og hann rak út illa anda sem sest höfðu að í saklausu fólki. Loks komst hann upp á kant við yfirvöldin, þegar hann vildi ekki nota kraftaverk sín í þágu þeirra, heldur aðeins guðs. Þá var hann drepinn. En viti menn, dauðinn gat ekki sigrað hann. Hann hvarf vissulega um stund í dá dauðans, en svo reis hann upp aftur. Fólk vildi ekki trúa á upprisu hans, þá tók guð hann til sín og hann er á himnum.Kraftaverkamenn í Palestínu Hver var þessi góði maður? Hlýtur þetta ekki að vera Jesús sjálfur? Ónei, þetta var Honi hringateiknari. Og hann var uppi einum 60 árum áður en Jesús svo mikið sem fæddist. Viðurnefni sitt fékk hann af því að hann var eitt sinn fenginn til að biðja guð um regn, þegar brakandi þerrir hafði alltof lengi verið í Palestínu, og þá teiknaði hann hring í rykið á jörðinni, kom sér fyrir innan hringsins og kallaði síðan til guðs að hann myndi ekki hreyfa sig úr hringnum fyrr en færi að rigna. Þá fór að úða svolítið, en Honi fyrtist við og hrópaði höstugur til guðs að svona spræna væri engum til gagns. Þá lét guð koma steypiregn, en Honi rótaði sér hvergi úr hringnum, og útskýrði nú þolinmóður fyrir guði að hann myndi ekki hætta fyrr en kæmi venjuleg rigning, góð fyrir gróðurinn. Og guð lét undan Honi og það fór að rigna eðlilega. Honi var ekki einn á ferð. Þeir voru margir kraftaverkamennirnir í Palestínu um þær mundir. Einn þeirra, sem líka gerði kraftaverk og rak út illa anda, hann átti í svo augljósu og nánu sambandi við guð, að guð ávarpaði hann af himnum og kallaði hann son sinn. Var það þá Jesús? Nei, það var Hanina ben Dosa. Hann var uppi nokkru á eftir Jesú frá Nasaret og var svo bænheitur að þegar eðla beit hann einu sinni meðan hann lá á bæn, þá sakaði hann ekki og tók ekki einu sinni eftir bitinu, en eðlan drapst.Ótrúleg ævi Já, þeir voru fleiri slíkir kraftaverkamenn og prédikarar í Palestínu á dögum Jesú. Hasídim voru þeir kallaðir, og sá grunur kviknar náttúrlega hvort Jesús frá Nasaret hafi kannski upphaflega verið slíkur hasíd – vinalegur farandprédikari, kraftaverkamaður og læknir – frekar en að hann hafi endilega verið alveg eindreginn sendiboði guðs almáttugs. Því er ég að rifja þetta upp að rétt í þessu uppgötvaði ég að nú er dáinn sá maður, sem frekar en flestir aðrir fræðimenn bentu á hve hinar upprunalegu sögur um Jesú frá Nasaret virðast skyldar sögunum um kraftaverkamenn eins og Honi og Hanina. Þessi maður var einn af merkustu og altént skemmtilegustu fræðimönnum sem undanfarna áratugi hafa verið að rannsaka hinn „sögulega Jesú“ sem kallaður hefur verið. Það er að segja hver Jesús frá Nasaret hafi verið í sögulegu samhengi, hvað fyrir honum kunni að hafa vakað og hvað hafi í rauninni gerst á ævi hans, alveg burtséð frá allri þeirri guðfræði sem smíðuð hefur verið í kringum hann síðustu 2.000 árin og rúmlega það. Þessi fræðimaður var ungverskrar ættar og hét Géza Vermes, hann dó þann 8. maí í vor og einmitt um það leyti var ég að festa kaup á rafrænni útgáfu af síðustu bókinni hans, sem kom út í fyrra. Og burtséð frá áhugaverðu efni þeirrar bókar, sem fjallaði um upphaf kristindómsins allt frá Jesú frá Nasaret og fram að kirkjuþinginu í Níkeu sem hófst árið 325, þá var líka einhvern veginn einkennilega vel við hæfi að lesa Vermes í splunkunýrri Kindiltölvu vegna þess að hann hóf í raun fræðimannsferil sinn á að rannsaka einhver þau elstu handrit sem til eru í Biblíufræðum, það er að segja Dauðahafshandritin víðkunnu sem fundust rétt upp úr seinni heimsstyrjöld í hellum nálægt Dauðahafinu í Palestínu. Vermes átti sjálfur ótrúlega ævi, sem er jafn mikil ástæða til að halda til haga og fræðistörfum hans. Hann fæddist í smáborg í Ungverjalandi 1924 og var af Gyðingaættum. Ætt hans hafði hins vegar ekki iðkað trú sína að neinu ráði í hundrað ár og þegar Géza var sjö ára létu foreldrar hans skírast til kaþólskrar trúar. Það gerðu þau til að sonurinn hefði betri tækifæri en ella í Ungverjalandi þar sem Gyðingahatur var landlægt og fór vaxandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Foreldrar hans voru bæði frjálslynd í skoðunum og pólitík, faðirinn blaðamaður og móðirin kennari. Trúskiptin áttu þannig aðeins að vera til málamynda, en svo fór að móðir Géza gerðist trúuð mjög á kaþólska vísu og sonurinn var sendur í kaþólskan skóla. Þegar hann útskrifaðist tæplega tvítugur var heimsstyrjöldin síðari skollin á, Ungverjar höfðu skipað sér í lið með Þjóðverjum og enn fór að harðna á dalnum hjá ungverskum Gyðingum þótt skipulögð morð hæfust ekki fyrr en 1944, þegar Þjóðverjar hrifsuðu til sín stjórnartaumana í landinu. Þá kom Adolf Eichmann til Ungverjalands og skipulagði fjöldamorð á þeim, það eru til einstaklega óhuggulegar ljósmyndir af kátu starfsfólki útrýmingarbúðanna í Auschwitz þegar það fór í berjaferð haustið 1944, þá var fólkið talið verðugt notalegrar hvíldarferðar, því þær vikurnar var allt vitlaust að gera í vinnunni við að drepa ungverska Gyðinga. Þar á meðal voru foreldrar Géza Vermes. Fólkið í berjaferðinni, og maðurinn með harmóníkuna, taldi sig kærleiksríka arftaka hinna fyrstu lærisveina Jesú frá Nasaret sem hefði komið til að kenna nýjan sið og segja skilið við gyðingdóm þeirra Honis og Hanina. Þvert ofan í það, sem Géza hélt fram síðar, þegar hann sýndi fram á að bitamunur en ekki fjár var á Honi, Hanina og sjálfum Jesú. Trúskiptin höfðu nefnilega alls ekki bjargað foreldrum hans. Hann sjálfur hafði farið í prestaskóla í von um að njóta verndar kaþólsku kirkjunnar þegar hryllingurinn reið yfir, og það gekk eftir. Kirkjan faldi Vermes fyrir morðæði Eichmanns og hinna kátu starfsstúlkna í berjaferðinni. Eftir stríðið lauk hann námi í prestaskólanum en hafði reyndar aldrei hug á að starfa sem prestur, heldur hafði hann fyllst áhuga á Biblíufræðum, ekki síst Nýjatestamentisfræðum. Eftir að Dauðahafshandritin fundust árið 1947 hellti Vermes sér út í rannsóknir á þeim í Ísrael og átti mikinn þátt í að skapa sátt um hvað þar væri á ferðinni. Lengi vel vissu menn nefnilega ekki hverjir hefðu skrifað öll þau innblásnu trúarrit sem fundust í hellunum við Dauðahafið og voru ýmsar kenningar í gangi. Niðurstaða Vermes og félaga var sú að handritin hefðu verið skrifuð af ströngum sértrúarflokki Gyðinga eitthvað laust fyrir árið 100 fyrir Krist, sumir telja að Jesús frá Nasaret hafi seinna meir kynnst mönnum úr þessum flokki og dregið frá þeim dágóðan hluta kenningar sinnar.Brautryðjendastarf við kynningu Vermes gaf út fræga bók um Dauðahafshandritin árið 1962 og hann var síðar fremstur í flokki þeirra sem börðust ákaft gegn þeirri tilhneigingu ísraelskra stjórnvalda, sem fengu yfirráð yfir handritunum, að loka þau niðri og veita ekki hverjum sem var aðgang að þeim til rannsókna. Það var ekki fyrr en árið 1992 sem Ísraelsmenn féllust loks á að „frelsa“ handritin eins og Vermes komst að orði. Um miðjan sjötta áratuginn hafði Vermes lagt frá sér prestshempuna þegar hann varð ástfanginn af giftri enskri konu, hún skildi við mann sinn, hann við kirkjuna og þau fluttu til Englands þar sem hann varð að lyktum prófessor við Oxford og helgaði sig margvíslegum rannsóknum á sögu Gyðinga kringum Krists burð. Smátt og smátt fjarlægðist hann kaþólsku kirkjuna og gekk aftur til liðs við Gyðingdóm, þótt hann segðist raunar alls ekki vera trúaður í neinum hefðbundnum skilningi. Hann sagðist bara hafa „vaxið upp úr“ kirkjunni en fundið æ betur fyrir sínum gyðinglegu rótum. Bækur þær sem Vermes skrifaði um Jesú frá Nasaret fóru að koma út á áttunda áratugnum og blésu nýju lífi í rannsóknir á hinum „sögulega Jesú“. Sú fyrsta hét „Jesus the Jew“ og vakti heilmikla athygli á sínum tíma, sem og síðari bækur hans. Kenningar hans eru ekki alveg óumdeildar, en hann vann ásamt fáeinum öðrum mikið brauðryðjendastarf við að kynna okkur hinn gyðinglega bakgrunn Jesú. Fyrir nú utan að hann kynnti okkur fyrir bráðskemmtilegum fýrum eins og þeim Honi og Hanina. Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
En viti menn, dauðinn gat ekki sigrað hann. Hann hvarf vissulega um stund í dá dauðans, en svo reis hann upp aftur. Fólk vildi ekki trúa á upprisu hans, þá tók guð hann til sín og hann er á himnum. Hver var þessi góði maður? Hlýtur þetta ekki að vera Jesús sjálfur? Ónei, þetta var Honi hringateiknari.” Það var í Palestínu á dögum Rómverja. Hann gekk greinilega á guðs vegum, þessi maður, réttlátur, guðhræddur og mildur. Það safnaðist um hann fólk til að heyra hann tala um guð, og sjá, hann gerði kraftaverk í nafni guðs, og hann rak út illa anda sem sest höfðu að í saklausu fólki. Loks komst hann upp á kant við yfirvöldin, þegar hann vildi ekki nota kraftaverk sín í þágu þeirra, heldur aðeins guðs. Þá var hann drepinn. En viti menn, dauðinn gat ekki sigrað hann. Hann hvarf vissulega um stund í dá dauðans, en svo reis hann upp aftur. Fólk vildi ekki trúa á upprisu hans, þá tók guð hann til sín og hann er á himnum.Kraftaverkamenn í Palestínu Hver var þessi góði maður? Hlýtur þetta ekki að vera Jesús sjálfur? Ónei, þetta var Honi hringateiknari. Og hann var uppi einum 60 árum áður en Jesús svo mikið sem fæddist. Viðurnefni sitt fékk hann af því að hann var eitt sinn fenginn til að biðja guð um regn, þegar brakandi þerrir hafði alltof lengi verið í Palestínu, og þá teiknaði hann hring í rykið á jörðinni, kom sér fyrir innan hringsins og kallaði síðan til guðs að hann myndi ekki hreyfa sig úr hringnum fyrr en færi að rigna. Þá fór að úða svolítið, en Honi fyrtist við og hrópaði höstugur til guðs að svona spræna væri engum til gagns. Þá lét guð koma steypiregn, en Honi rótaði sér hvergi úr hringnum, og útskýrði nú þolinmóður fyrir guði að hann myndi ekki hætta fyrr en kæmi venjuleg rigning, góð fyrir gróðurinn. Og guð lét undan Honi og það fór að rigna eðlilega. Honi var ekki einn á ferð. Þeir voru margir kraftaverkamennirnir í Palestínu um þær mundir. Einn þeirra, sem líka gerði kraftaverk og rak út illa anda, hann átti í svo augljósu og nánu sambandi við guð, að guð ávarpaði hann af himnum og kallaði hann son sinn. Var það þá Jesús? Nei, það var Hanina ben Dosa. Hann var uppi nokkru á eftir Jesú frá Nasaret og var svo bænheitur að þegar eðla beit hann einu sinni meðan hann lá á bæn, þá sakaði hann ekki og tók ekki einu sinni eftir bitinu, en eðlan drapst.Ótrúleg ævi Já, þeir voru fleiri slíkir kraftaverkamenn og prédikarar í Palestínu á dögum Jesú. Hasídim voru þeir kallaðir, og sá grunur kviknar náttúrlega hvort Jesús frá Nasaret hafi kannski upphaflega verið slíkur hasíd – vinalegur farandprédikari, kraftaverkamaður og læknir – frekar en að hann hafi endilega verið alveg eindreginn sendiboði guðs almáttugs. Því er ég að rifja þetta upp að rétt í þessu uppgötvaði ég að nú er dáinn sá maður, sem frekar en flestir aðrir fræðimenn bentu á hve hinar upprunalegu sögur um Jesú frá Nasaret virðast skyldar sögunum um kraftaverkamenn eins og Honi og Hanina. Þessi maður var einn af merkustu og altént skemmtilegustu fræðimönnum sem undanfarna áratugi hafa verið að rannsaka hinn „sögulega Jesú“ sem kallaður hefur verið. Það er að segja hver Jesús frá Nasaret hafi verið í sögulegu samhengi, hvað fyrir honum kunni að hafa vakað og hvað hafi í rauninni gerst á ævi hans, alveg burtséð frá allri þeirri guðfræði sem smíðuð hefur verið í kringum hann síðustu 2.000 árin og rúmlega það. Þessi fræðimaður var ungverskrar ættar og hét Géza Vermes, hann dó þann 8. maí í vor og einmitt um það leyti var ég að festa kaup á rafrænni útgáfu af síðustu bókinni hans, sem kom út í fyrra. Og burtséð frá áhugaverðu efni þeirrar bókar, sem fjallaði um upphaf kristindómsins allt frá Jesú frá Nasaret og fram að kirkjuþinginu í Níkeu sem hófst árið 325, þá var líka einhvern veginn einkennilega vel við hæfi að lesa Vermes í splunkunýrri Kindiltölvu vegna þess að hann hóf í raun fræðimannsferil sinn á að rannsaka einhver þau elstu handrit sem til eru í Biblíufræðum, það er að segja Dauðahafshandritin víðkunnu sem fundust rétt upp úr seinni heimsstyrjöld í hellum nálægt Dauðahafinu í Palestínu. Vermes átti sjálfur ótrúlega ævi, sem er jafn mikil ástæða til að halda til haga og fræðistörfum hans. Hann fæddist í smáborg í Ungverjalandi 1924 og var af Gyðingaættum. Ætt hans hafði hins vegar ekki iðkað trú sína að neinu ráði í hundrað ár og þegar Géza var sjö ára létu foreldrar hans skírast til kaþólskrar trúar. Það gerðu þau til að sonurinn hefði betri tækifæri en ella í Ungverjalandi þar sem Gyðingahatur var landlægt og fór vaxandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Foreldrar hans voru bæði frjálslynd í skoðunum og pólitík, faðirinn blaðamaður og móðirin kennari. Trúskiptin áttu þannig aðeins að vera til málamynda, en svo fór að móðir Géza gerðist trúuð mjög á kaþólska vísu og sonurinn var sendur í kaþólskan skóla. Þegar hann útskrifaðist tæplega tvítugur var heimsstyrjöldin síðari skollin á, Ungverjar höfðu skipað sér í lið með Þjóðverjum og enn fór að harðna á dalnum hjá ungverskum Gyðingum þótt skipulögð morð hæfust ekki fyrr en 1944, þegar Þjóðverjar hrifsuðu til sín stjórnartaumana í landinu. Þá kom Adolf Eichmann til Ungverjalands og skipulagði fjöldamorð á þeim, það eru til einstaklega óhuggulegar ljósmyndir af kátu starfsfólki útrýmingarbúðanna í Auschwitz þegar það fór í berjaferð haustið 1944, þá var fólkið talið verðugt notalegrar hvíldarferðar, því þær vikurnar var allt vitlaust að gera í vinnunni við að drepa ungverska Gyðinga. Þar á meðal voru foreldrar Géza Vermes. Fólkið í berjaferðinni, og maðurinn með harmóníkuna, taldi sig kærleiksríka arftaka hinna fyrstu lærisveina Jesú frá Nasaret sem hefði komið til að kenna nýjan sið og segja skilið við gyðingdóm þeirra Honis og Hanina. Þvert ofan í það, sem Géza hélt fram síðar, þegar hann sýndi fram á að bitamunur en ekki fjár var á Honi, Hanina og sjálfum Jesú. Trúskiptin höfðu nefnilega alls ekki bjargað foreldrum hans. Hann sjálfur hafði farið í prestaskóla í von um að njóta verndar kaþólsku kirkjunnar þegar hryllingurinn reið yfir, og það gekk eftir. Kirkjan faldi Vermes fyrir morðæði Eichmanns og hinna kátu starfsstúlkna í berjaferðinni. Eftir stríðið lauk hann námi í prestaskólanum en hafði reyndar aldrei hug á að starfa sem prestur, heldur hafði hann fyllst áhuga á Biblíufræðum, ekki síst Nýjatestamentisfræðum. Eftir að Dauðahafshandritin fundust árið 1947 hellti Vermes sér út í rannsóknir á þeim í Ísrael og átti mikinn þátt í að skapa sátt um hvað þar væri á ferðinni. Lengi vel vissu menn nefnilega ekki hverjir hefðu skrifað öll þau innblásnu trúarrit sem fundust í hellunum við Dauðahafið og voru ýmsar kenningar í gangi. Niðurstaða Vermes og félaga var sú að handritin hefðu verið skrifuð af ströngum sértrúarflokki Gyðinga eitthvað laust fyrir árið 100 fyrir Krist, sumir telja að Jesús frá Nasaret hafi seinna meir kynnst mönnum úr þessum flokki og dregið frá þeim dágóðan hluta kenningar sinnar.Brautryðjendastarf við kynningu Vermes gaf út fræga bók um Dauðahafshandritin árið 1962 og hann var síðar fremstur í flokki þeirra sem börðust ákaft gegn þeirri tilhneigingu ísraelskra stjórnvalda, sem fengu yfirráð yfir handritunum, að loka þau niðri og veita ekki hverjum sem var aðgang að þeim til rannsókna. Það var ekki fyrr en árið 1992 sem Ísraelsmenn féllust loks á að „frelsa“ handritin eins og Vermes komst að orði. Um miðjan sjötta áratuginn hafði Vermes lagt frá sér prestshempuna þegar hann varð ástfanginn af giftri enskri konu, hún skildi við mann sinn, hann við kirkjuna og þau fluttu til Englands þar sem hann varð að lyktum prófessor við Oxford og helgaði sig margvíslegum rannsóknum á sögu Gyðinga kringum Krists burð. Smátt og smátt fjarlægðist hann kaþólsku kirkjuna og gekk aftur til liðs við Gyðingdóm, þótt hann segðist raunar alls ekki vera trúaður í neinum hefðbundnum skilningi. Hann sagðist bara hafa „vaxið upp úr“ kirkjunni en fundið æ betur fyrir sínum gyðinglegu rótum. Bækur þær sem Vermes skrifaði um Jesú frá Nasaret fóru að koma út á áttunda áratugnum og blésu nýju lífi í rannsóknir á hinum „sögulega Jesú“. Sú fyrsta hét „Jesus the Jew“ og vakti heilmikla athygli á sínum tíma, sem og síðari bækur hans. Kenningar hans eru ekki alveg óumdeildar, en hann vann ásamt fáeinum öðrum mikið brauðryðjendastarf við að kynna okkur hinn gyðinglega bakgrunn Jesú. Fyrir nú utan að hann kynnti okkur fyrir bráðskemmtilegum fýrum eins og þeim Honi og Hanina.
Flækjusaga Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira