Bænakvak yfir sængurkonu Flækjusaga Illugi Jökulsson skrifar 9. nóvember 2013 00:00 Þegar maður vinnur, eins og ég hef lengi gert, við að sýsla með texta annars fólks, ekki síst af einhverju sögulegu tagi, og sú vinna felst oftar en ekki helst í að stytta og draga saman, þá er maður auðvitað sífellt að taka ákvarðanir um hvað manni sjálfum finnst merkilegt og hvað ekki í textanum sem unnið er með. Og maður verður vitaskuld að treysta sinni eigin dómgreind, enda ekki við annað að styðjast. Og maður telur sig færan í flestan sjó við að greina hismið frá kjarnanum. En stundum rekst maður á dæmi um slík vinnubrögð sem færa manni heim sanninn um hve svona vinna er í raun bundin persónunni sem hana vinnur, tímanum og fordómum allskonar. Mér hefur ævinlega þótt sjálfsævisaga Gyðu Thorlacius eitt besta dæmið um það.Kálplöntur og ýmiss konar rófur Gyða var dönsk, hét upphaflega Gythe Howitz og var dóttir gistihússeiganda á Amager. Hún fæddist 1782 og giftist 1801 ungum lögfræðingi sem var af íslenskum biskupaættum. Hann hét Þórður Thorlacius og sama ár og þau Gyða gengu í hjónaband varð hann sýslumaður í Suður-Múlasýslu á Íslandi. Þau hjón sigldu til Eskifjarðar og bjuggu þar fyrstu árin en síðan lengst af á Reyðarfirði. Þau héldu endanlega af landi brott árið 1815. Þrjátíu árum síðar kom út í Danmörku bók með minningum Gyðu frá dvölinni á Íslandi og er þar að flestu leyti um alveg einstæða heimild að ræða, engar íslenskar konur skrifuðu minningar sínar fyrr en alllöngu síðar og Gyða lýsir samfélagi og þjóðháttum á Íslandi í upphafi 19. aldar betur en flestir aðrir hafa gert. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að ekki nema hluti hinnar útgefnu bókar var eiginlegur texti Gyðu sjálfrar. Afgangurinn var endursögn tengdasonar hennar, dansks guðfræðings, sem annaðist útgáfu bókarinnar. Ekki er gott að segja hversu mikið hefur tapast af því sem Gyða vildi sjálf sagt hafa, því upprunalegt handrit hennar glataðist í bruna suður í Danmörku þar sem þau hjónin bjuggu eftir að þau fóru frá Íslandi. Þetta er stundum tilfinnanlegt, einkum vegna þess að Gyða er greinilega býsna opinskár sögumaður í sínum eigin texta og því hlýtur lesandi að velta fyrir sér hvort hennar frásögn hafi kannski verið enn opinskárri og hreinskilnislegri. En þó er sú bók, sem við höfum og þýdd var á íslensku árið 1947, heimild um mjög margt sem lítt eða ekki greinir frá annars staðar. Gyða hófst til dæmis handa um að rækta matjurtir sem þá voru enn fáséðar á Íslandi – „kálplöntur, ýmiss konar rófur, kerfil, spínat o.fl. er allt spratt eftir vonum“ – en íslenskur stórbóndi í fjárrekstri hleypti fé sínu inn í garðinn meðan sýslumannshjónin voru í burtu og sagði að ekki gerði mikið til „þótt kindurnar træðu niður þessa „gras-óveru“ sem hann nefndi svo“. Er bónda var bent á að sýslumanni myndi ekki líka athæfi hans reif hann niður fiskhjall í bræði sinni en var síðan svo smjaðurslegur í fasi við sýslumannshjónin er hann hitti þau. „[K]allaði hann mig engil, af því ég var í hvítum kjól,“ skrifaði Gyða. Hlaut bóndi aðeins 2ja ríkisdala sekt en Íslendingar hneyksluðust mjög á því að hann skyldi yfirleitt sektaður fyrir að kindur hans hefðu troðið niður dálítið af „grasi“. Mættu hjónin lengi óvild vegna sektarinnar og Þórði var sums staðar neitað um mjólk að drekka á embættisferðum síðan. Reyndist dvölin á Íslandi Gyðu að ýmsu leyti erfið, hún saknaði Danmerkur og Dana og þótti íslenskur vetur lítt bærilegur. Að auki átti hún við heilsuleysi að stríða, ekki síst eftir fæðingu tveggja sona. Kostuleg er lýsing Gyðu á fæðingu eldri sonarins en engin lærð ljósmóðir var á Austfjörðum og enginn læknir í nágrenninu. Því voru fengnar tvær gamlar kerlingar til að sitja yfir sængurkonunni og þær kvökuðu bænir við rúmstokkinn í tvo sólarhringa, en öðru hvoru „komu þær með einhverjar ráðleggingar, sem mér sýndust ólíklegri en svo, að farandi væri eftir þeim, og hjákátlegri en svo, að ég vilji tilgreina þær hér“.Í íslenska baðstofu Seinna bjuggu hjónin á Helgustöðum í Reyðarfirði. Reyndi Gyða þá enn að rækta matjurtir á Eskifirði og fékk verðlaunapening frá danska Landbúnaðarfélaginu en gekk brösuglega að fá Íslendinga til garðræktar. „Það var hvorki af óbeit né leti, sem Íslendingar voru svo lengi tregir til að koma upp hjá sér matjurtagörðum. En búskapur þeirra þolir engin áföll og ef uppskeran brygðist sáu þeir eftir heyinu, sem þeir hefðu getað fengið af blettinum.“ 1805 andaðist yngri sonur sýslumannshjónanna eftir langvinn veikindi. Næstu árin eignuðust þau tvo syni til viðbótar. Einangrun landsins og fækkun siglinga vegna styrjaldar Danmerkur og Englands olli miklum erfiðleikum á sýslumannsheimilinu og vegna lítilla tekna Þórðar urðu þau að flytjast úr norsku timburhúsi sínu í íslenska baðstofu, „sem var að vísu mjög lélegt húsnæði. En það hafði þann stóra kost til að bera að þar var alltaf hlýtt, nætur og daga, vegna hitans sem lagði frá skepnunum sem voru undir baðstofunni“ Ekki bætti hafís úr skák og vorið 1808 var hungrið farið að sverfa að á Reyðarfirði en hvalreki hjá presti einum bjargaði þá miklu. Á aðfangadag 1808 eignaðist Gyða dóttur og veiktist síðan illa og tilraunir til lækninga með rabbarbararót leiddu til þess að henni versnaði enn. Lét þá taka sér blóð og fannst fróun í því svo hún lét endurtaka blóðtökuna hvað eftir annað, uns hún var nærri dáin af þróttleysi og féllst á að láta af blóðtökunum. Batnaði henni síðan sátt og smátt en þjáðist árum saman af alvarlegu þunglyndi. „Var ég mesti aumingi, sjálfri mér og öðrum til kvalræðis. Ég var aldrei glöð og mér var meira að segja skapraun að því að sjá að vel lægi á öðrum. Stundum var ég sígrátandi, stundum gat ég ekki með nokkru móti grátið.“ Munu ýmsir kannast hér við einkenni fæðingarþunglyndis. Sumarið 1809 óttuðust sýslumannshjónin mjög valdarán Jörundar hundadagakonungs, enda sendi hann Þórði bréf og heimtaði hollustuyfirlýsingu, ella yrði hann sendur í fangabúðir í Vestmannaeyjum. Þórður þvertók fyrir að ganga Jörundi á vald, en hjónin hugguðu sig við að þau þekktu bróður hans, Urban Jörgensen, hirðúrsmið í Höfn, og áttu mynd af honum. „Ég leit svo á að þessi mynd væri verndarandi minn og fór með hana sem helgan dóm. Það var sagt að [Jörundur] væri í rauninni hjartagóður maður og ég vonaði því að ef hann sæi myndina af bróður sínum hjá okkur mundi hann virða hana svo mikils að hann hlífðist við að beita okkur hörðu.“Þolinmæðin þrautir vinnur allar Svo fór að Jörundi var hrundið frá völdum áður en til þess kæmi að Þórður yrði sendur til Vestmannaeyja. Þunglyndi Gyðu versnaði næstu misserin. „Ef til vill segir [eiginmaður minn] eitthvað ástúðlegt við mig sem kann að geta friðað mitt áhyggjufulla og sorgbitna geð … Þá svaraði minn góði maður: „Hver maður verður að bera sinn kross með kristilegri þolinmæði og það munt þú einnig gera … Hvað græðir þú á þessum barnalegu harmatölum? Heldurðu ekki að fleiri en þú eigi við svipuð veikindi að búa? „Þolinmæðin þrautir vinnur allar“ með tíð og tíma, en hinir sífelldu kveinstafir þínir eru til einskis gagns.“ Jæja, nú var ég hálfu vansælli en áður, nú var hann orðinn reiður við mig.“ 1811 eignaðist Gyða aðra dóttur og fór henni eftir það batnandi. Enn urðu harðindi samt til að gera hjónunum erfitt fyrir og 1812 fóru þau til Hafnar þar sem þeim fæddist ein dóttir enn en hún andaðist á leiðinni til Íslands aftur. Fékk Þórður nú veitingu fyrir Árnessýslu og hélt þangað á undan konu sinni en Gyða sat á Eskifirði og var þröngt í búi. „Hún saumaði flíkur og sneið kjóla og hatta fyrir konur og dætur prestanna og kaupmannanna, því að vegna þess að hún var svo nýlega komin heim frá Danmörku og Skotlandi gat hún sniðið allt eftir nýjustu tísku. Hún fékk í staðinn nokkur pund af kaffi og sykri frá sumum, peninga frá öðrum, krónu eða spesíu til að kaupa eitthvað til að gleðja börnin,“ endursagði tengdasonur hennar en við fáum ekki að frétta þetta frá henni sjálfri. Þá kenndi Gyða Íslendingum nýjar prjónaaðferðir en lærði sjálf litunaraðferðir af þeim. „Það er víst um það að [Íslendingar] eru miklu betur að sér en vér [Danir] í þessu efni. Þegar þeir ætla að safna vætu [þvagi] úr mönnum og dýrum til að búa til litunarlöginn, þá vita þeir upp á hár hvaða fæðu og drykkjar hver um sig á að neyta og hvaða skepnutegund á að nota til að fá þennan litinn eða hinn.“ Á erfiðu ferðalagi yfir hálendi Íslands til Árnessýslu hittu hjónin m.a. enska ferðamanninn Ebenezer Henderson sem dáðist mjög að hugrekki Gyðu og dugnaði þegar dóttir hennar beinbrotnaði. Allmiklir kveinstafir Gyðu sjálfrar í bókinni, og áréttingar tengdasonarins á hörmulegri líðan hennar og þrálátri „móðursýki“, hljóma í því ljósi nokkuð undarlega. Eftir eitt ár á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka héldu hjónin til Hafnar og sneru ekki aftur til Íslands. Börn þeirra settust og öll að í Danmörku. Flækjusaga Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar maður vinnur, eins og ég hef lengi gert, við að sýsla með texta annars fólks, ekki síst af einhverju sögulegu tagi, og sú vinna felst oftar en ekki helst í að stytta og draga saman, þá er maður auðvitað sífellt að taka ákvarðanir um hvað manni sjálfum finnst merkilegt og hvað ekki í textanum sem unnið er með. Og maður verður vitaskuld að treysta sinni eigin dómgreind, enda ekki við annað að styðjast. Og maður telur sig færan í flestan sjó við að greina hismið frá kjarnanum. En stundum rekst maður á dæmi um slík vinnubrögð sem færa manni heim sanninn um hve svona vinna er í raun bundin persónunni sem hana vinnur, tímanum og fordómum allskonar. Mér hefur ævinlega þótt sjálfsævisaga Gyðu Thorlacius eitt besta dæmið um það.Kálplöntur og ýmiss konar rófur Gyða var dönsk, hét upphaflega Gythe Howitz og var dóttir gistihússeiganda á Amager. Hún fæddist 1782 og giftist 1801 ungum lögfræðingi sem var af íslenskum biskupaættum. Hann hét Þórður Thorlacius og sama ár og þau Gyða gengu í hjónaband varð hann sýslumaður í Suður-Múlasýslu á Íslandi. Þau hjón sigldu til Eskifjarðar og bjuggu þar fyrstu árin en síðan lengst af á Reyðarfirði. Þau héldu endanlega af landi brott árið 1815. Þrjátíu árum síðar kom út í Danmörku bók með minningum Gyðu frá dvölinni á Íslandi og er þar að flestu leyti um alveg einstæða heimild að ræða, engar íslenskar konur skrifuðu minningar sínar fyrr en alllöngu síðar og Gyða lýsir samfélagi og þjóðháttum á Íslandi í upphafi 19. aldar betur en flestir aðrir hafa gert. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að ekki nema hluti hinnar útgefnu bókar var eiginlegur texti Gyðu sjálfrar. Afgangurinn var endursögn tengdasonar hennar, dansks guðfræðings, sem annaðist útgáfu bókarinnar. Ekki er gott að segja hversu mikið hefur tapast af því sem Gyða vildi sjálf sagt hafa, því upprunalegt handrit hennar glataðist í bruna suður í Danmörku þar sem þau hjónin bjuggu eftir að þau fóru frá Íslandi. Þetta er stundum tilfinnanlegt, einkum vegna þess að Gyða er greinilega býsna opinskár sögumaður í sínum eigin texta og því hlýtur lesandi að velta fyrir sér hvort hennar frásögn hafi kannski verið enn opinskárri og hreinskilnislegri. En þó er sú bók, sem við höfum og þýdd var á íslensku árið 1947, heimild um mjög margt sem lítt eða ekki greinir frá annars staðar. Gyða hófst til dæmis handa um að rækta matjurtir sem þá voru enn fáséðar á Íslandi – „kálplöntur, ýmiss konar rófur, kerfil, spínat o.fl. er allt spratt eftir vonum“ – en íslenskur stórbóndi í fjárrekstri hleypti fé sínu inn í garðinn meðan sýslumannshjónin voru í burtu og sagði að ekki gerði mikið til „þótt kindurnar træðu niður þessa „gras-óveru“ sem hann nefndi svo“. Er bónda var bent á að sýslumanni myndi ekki líka athæfi hans reif hann niður fiskhjall í bræði sinni en var síðan svo smjaðurslegur í fasi við sýslumannshjónin er hann hitti þau. „[K]allaði hann mig engil, af því ég var í hvítum kjól,“ skrifaði Gyða. Hlaut bóndi aðeins 2ja ríkisdala sekt en Íslendingar hneyksluðust mjög á því að hann skyldi yfirleitt sektaður fyrir að kindur hans hefðu troðið niður dálítið af „grasi“. Mættu hjónin lengi óvild vegna sektarinnar og Þórði var sums staðar neitað um mjólk að drekka á embættisferðum síðan. Reyndist dvölin á Íslandi Gyðu að ýmsu leyti erfið, hún saknaði Danmerkur og Dana og þótti íslenskur vetur lítt bærilegur. Að auki átti hún við heilsuleysi að stríða, ekki síst eftir fæðingu tveggja sona. Kostuleg er lýsing Gyðu á fæðingu eldri sonarins en engin lærð ljósmóðir var á Austfjörðum og enginn læknir í nágrenninu. Því voru fengnar tvær gamlar kerlingar til að sitja yfir sængurkonunni og þær kvökuðu bænir við rúmstokkinn í tvo sólarhringa, en öðru hvoru „komu þær með einhverjar ráðleggingar, sem mér sýndust ólíklegri en svo, að farandi væri eftir þeim, og hjákátlegri en svo, að ég vilji tilgreina þær hér“.Í íslenska baðstofu Seinna bjuggu hjónin á Helgustöðum í Reyðarfirði. Reyndi Gyða þá enn að rækta matjurtir á Eskifirði og fékk verðlaunapening frá danska Landbúnaðarfélaginu en gekk brösuglega að fá Íslendinga til garðræktar. „Það var hvorki af óbeit né leti, sem Íslendingar voru svo lengi tregir til að koma upp hjá sér matjurtagörðum. En búskapur þeirra þolir engin áföll og ef uppskeran brygðist sáu þeir eftir heyinu, sem þeir hefðu getað fengið af blettinum.“ 1805 andaðist yngri sonur sýslumannshjónanna eftir langvinn veikindi. Næstu árin eignuðust þau tvo syni til viðbótar. Einangrun landsins og fækkun siglinga vegna styrjaldar Danmerkur og Englands olli miklum erfiðleikum á sýslumannsheimilinu og vegna lítilla tekna Þórðar urðu þau að flytjast úr norsku timburhúsi sínu í íslenska baðstofu, „sem var að vísu mjög lélegt húsnæði. En það hafði þann stóra kost til að bera að þar var alltaf hlýtt, nætur og daga, vegna hitans sem lagði frá skepnunum sem voru undir baðstofunni“ Ekki bætti hafís úr skák og vorið 1808 var hungrið farið að sverfa að á Reyðarfirði en hvalreki hjá presti einum bjargaði þá miklu. Á aðfangadag 1808 eignaðist Gyða dóttur og veiktist síðan illa og tilraunir til lækninga með rabbarbararót leiddu til þess að henni versnaði enn. Lét þá taka sér blóð og fannst fróun í því svo hún lét endurtaka blóðtökuna hvað eftir annað, uns hún var nærri dáin af þróttleysi og féllst á að láta af blóðtökunum. Batnaði henni síðan sátt og smátt en þjáðist árum saman af alvarlegu þunglyndi. „Var ég mesti aumingi, sjálfri mér og öðrum til kvalræðis. Ég var aldrei glöð og mér var meira að segja skapraun að því að sjá að vel lægi á öðrum. Stundum var ég sígrátandi, stundum gat ég ekki með nokkru móti grátið.“ Munu ýmsir kannast hér við einkenni fæðingarþunglyndis. Sumarið 1809 óttuðust sýslumannshjónin mjög valdarán Jörundar hundadagakonungs, enda sendi hann Þórði bréf og heimtaði hollustuyfirlýsingu, ella yrði hann sendur í fangabúðir í Vestmannaeyjum. Þórður þvertók fyrir að ganga Jörundi á vald, en hjónin hugguðu sig við að þau þekktu bróður hans, Urban Jörgensen, hirðúrsmið í Höfn, og áttu mynd af honum. „Ég leit svo á að þessi mynd væri verndarandi minn og fór með hana sem helgan dóm. Það var sagt að [Jörundur] væri í rauninni hjartagóður maður og ég vonaði því að ef hann sæi myndina af bróður sínum hjá okkur mundi hann virða hana svo mikils að hann hlífðist við að beita okkur hörðu.“Þolinmæðin þrautir vinnur allar Svo fór að Jörundi var hrundið frá völdum áður en til þess kæmi að Þórður yrði sendur til Vestmannaeyja. Þunglyndi Gyðu versnaði næstu misserin. „Ef til vill segir [eiginmaður minn] eitthvað ástúðlegt við mig sem kann að geta friðað mitt áhyggjufulla og sorgbitna geð … Þá svaraði minn góði maður: „Hver maður verður að bera sinn kross með kristilegri þolinmæði og það munt þú einnig gera … Hvað græðir þú á þessum barnalegu harmatölum? Heldurðu ekki að fleiri en þú eigi við svipuð veikindi að búa? „Þolinmæðin þrautir vinnur allar“ með tíð og tíma, en hinir sífelldu kveinstafir þínir eru til einskis gagns.“ Jæja, nú var ég hálfu vansælli en áður, nú var hann orðinn reiður við mig.“ 1811 eignaðist Gyða aðra dóttur og fór henni eftir það batnandi. Enn urðu harðindi samt til að gera hjónunum erfitt fyrir og 1812 fóru þau til Hafnar þar sem þeim fæddist ein dóttir enn en hún andaðist á leiðinni til Íslands aftur. Fékk Þórður nú veitingu fyrir Árnessýslu og hélt þangað á undan konu sinni en Gyða sat á Eskifirði og var þröngt í búi. „Hún saumaði flíkur og sneið kjóla og hatta fyrir konur og dætur prestanna og kaupmannanna, því að vegna þess að hún var svo nýlega komin heim frá Danmörku og Skotlandi gat hún sniðið allt eftir nýjustu tísku. Hún fékk í staðinn nokkur pund af kaffi og sykri frá sumum, peninga frá öðrum, krónu eða spesíu til að kaupa eitthvað til að gleðja börnin,“ endursagði tengdasonur hennar en við fáum ekki að frétta þetta frá henni sjálfri. Þá kenndi Gyða Íslendingum nýjar prjónaaðferðir en lærði sjálf litunaraðferðir af þeim. „Það er víst um það að [Íslendingar] eru miklu betur að sér en vér [Danir] í þessu efni. Þegar þeir ætla að safna vætu [þvagi] úr mönnum og dýrum til að búa til litunarlöginn, þá vita þeir upp á hár hvaða fæðu og drykkjar hver um sig á að neyta og hvaða skepnutegund á að nota til að fá þennan litinn eða hinn.“ Á erfiðu ferðalagi yfir hálendi Íslands til Árnessýslu hittu hjónin m.a. enska ferðamanninn Ebenezer Henderson sem dáðist mjög að hugrekki Gyðu og dugnaði þegar dóttir hennar beinbrotnaði. Allmiklir kveinstafir Gyðu sjálfrar í bókinni, og áréttingar tengdasonarins á hörmulegri líðan hennar og þrálátri „móðursýki“, hljóma í því ljósi nokkuð undarlega. Eftir eitt ár á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka héldu hjónin til Hafnar og sneru ekki aftur til Íslands. Börn þeirra settust og öll að í Danmörku.
Flækjusaga Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira