Súkkulaðiverksmiðjan var innblásturinn Marín Manda skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta út eins og súkkulaðiplötur. "Ég elska súkkulaði og hef lengi hrifist af ólíkum formum þess. Þetta form sem ég valdi fyrir borðið 70% er kunnuglegt flestum því þetta er líklega formið sem flestir hugsa um þegar talað er um súkkulaði,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn segir hugmyndina að 70% borðunum vera tengda góðri minningu frá æskuárum hennar þegar hún sótti balletttíma í miðbæ Reykjavíkur þar sem súkkulaðiverksmiðjan Nói og Siríus var. „Þegar ég steig út úr strætó, tók þessi blíða, dísæta angan öll völd og fylgdi mér alla leið upp á fjórðu hæð en súkkulaðiverksmiðjan var einmitt í sama húsi og ballettskóli Sigríðar Ármann heitinnar.“Borðið minnir einna helst á súkkulaðiplötu.Anna Þórunn hefur starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. Hún frumsýndi 70% borðin á Hönnunarmars á þessu ári og hafa þau vakið mikla athygli. Birst hafa umfjallanir á hönnunarbloggum á borð við Cool Hunting og fleiri bloggum. Einnig hafa borðin fengið umfjöllun í króatíska blaðinu Moja, finnska hönnunarblaðinu Glorian Koti og septemberblaði Milk Decoration. „Formið er mjög stílhreint og formfagurt að mínu mati en ég leitast við að gera stílhreina hluti sem geta lifað um ókomna tíð. Ég vildi hafa fæturna granna þannig að borðplatan (súkkulaðiplatan) nyti sín sem best. Útkoman er borð með sterkan karakter. Eins og með gæðasúkkulaði þá vildi ég hafa gegnheilan við og valdi því eik þar sem viðurinn kemur vel í ljós við yfirborðsmeðhöndlun,“ segir Anna Þórunn glöð í bragði. Borðin eru nýkomin í Epal en nánari upplýsingar fást á annathorunn.is HönnunarMars Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira
Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður hefur hannað virðuleg borð sem líta út eins og súkkulaðiplötur. "Ég elska súkkulaði og hef lengi hrifist af ólíkum formum þess. Þetta form sem ég valdi fyrir borðið 70% er kunnuglegt flestum því þetta er líklega formið sem flestir hugsa um þegar talað er um súkkulaði,“ segir Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður. Anna Þórunn segir hugmyndina að 70% borðunum vera tengda góðri minningu frá æskuárum hennar þegar hún sótti balletttíma í miðbæ Reykjavíkur þar sem súkkulaðiverksmiðjan Nói og Siríus var. „Þegar ég steig út úr strætó, tók þessi blíða, dísæta angan öll völd og fylgdi mér alla leið upp á fjórðu hæð en súkkulaðiverksmiðjan var einmitt í sama húsi og ballettskóli Sigríðar Ármann heitinnar.“Borðið minnir einna helst á súkkulaðiplötu.Anna Þórunn hefur starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007. Hún frumsýndi 70% borðin á Hönnunarmars á þessu ári og hafa þau vakið mikla athygli. Birst hafa umfjallanir á hönnunarbloggum á borð við Cool Hunting og fleiri bloggum. Einnig hafa borðin fengið umfjöllun í króatíska blaðinu Moja, finnska hönnunarblaðinu Glorian Koti og septemberblaði Milk Decoration. „Formið er mjög stílhreint og formfagurt að mínu mati en ég leitast við að gera stílhreina hluti sem geta lifað um ókomna tíð. Ég vildi hafa fæturna granna þannig að borðplatan (súkkulaðiplatan) nyti sín sem best. Útkoman er borð með sterkan karakter. Eins og með gæðasúkkulaði þá vildi ég hafa gegnheilan við og valdi því eik þar sem viðurinn kemur vel í ljós við yfirborðsmeðhöndlun,“ segir Anna Þórunn glöð í bragði. Borðin eru nýkomin í Epal en nánari upplýsingar fást á annathorunn.is
HönnunarMars Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fleiri fréttir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Sjá meira