Ekkert stressuð fyrir hönd barnanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 11:00 Þórdís segist ekki sjá neina ástæðu til að niðursjóða veruleikann þegar hún skrifar fyrir börn. Fréttablaðið/Vilhelm Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju. "Í fyrri bókinni voru Randalín og Mundi á flandri um miðborg Reykjavíkur en í þessari bók fara þau í útjaðar höfuðborgarsvæðisins þar sem þau kynnast ýmsum skrítnum og skemmtilegum nágrönnum og hitta mýs og fugla og alls konar pöddur,“ segir Þórdís spurð um sögusvið bókarinnar. Eitt af því sem sjokkeraði fullorðna lesendur í fyrra voru reykingar Randalínar, er hún hætt? „Já, Randalín náði árangri í baráttunni við tóbaksfíknina,“ segir Þórdís og hlær. „Hún er alveg hætt að reykja en hún er alveg jafn matvönd og þykist vera með ofnæmi fyrir hinu og þessu.“ Þú varst svolítið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu barnvæn í lýsingum í fyrri bókinni, ekki satt? „Jú, ég var gagnrýnd fyrir að vera með fullorðinsbrandara í barnabók, en ég held samt að fleirum hafi þótt það skemmtilegt en ámælisvert. Ég var líka ánægð með það að úr tveimur ólíkum áttum fékk ég þau ummæli að þetta væri svolítið eins og Ole Lund Kirkegaard, fólk þyrfti að vera alveg á tánum því það vissi aldrei hvað kæmi næst. Einhverjir voru dálítið að súpa hveljur, en í þessari bók er allavega ekkert dónalegt ljóð og engar reykingar.“ Þarf eitthvað að vera að niðursjóða raunveruleikann ofan í börn? „Nei, mér finnst það nefnilega ekki. Ég varð mjög hissa þegar það fór fyrir brjóstið á fólki að ég léti þau fara heim með karlkyns nágranna sem bauðst til að spila fyrir þau á gítar og sýna þeim snákinn sinn í fyrri bókinni. Ég er orðin dálítið þreytt á þessum hræðsluáróðri að börn megi helst ekki tala við fullorðna. Ég læt Randalín og Munda bara umgangast alls konar fólk án þess að vera neitt hrædd við það.“ Þannig að þér finnst börn vera vernduð of mikið fyrir raunveruleikanum? „Já, eiginlega. Ég er allavega ekkert stressuð fyrir hönd barna. Heimurinn er hræðilegur og við erum öll dauðvona og það þýðir ekkert alltaf að pakka því inn í bómull. Í nýju bókinni deyr gömul kona, vinkona þeirra Randalínar og Munda, og þannig er það bara. Það lenda allir í því einhvern tíma að einhver sem þeim þykir vænt um deyr og börn gera sér alveg grein fyrir því. Mér finnst allt þetta tilfinningaklám í kringum dauðann miklu verra. Börn þola miklu meira en við höldum og þurfa að takast á við sömu hluti og aðrir, þótt maður auðvitað passi betur hvað maður segir við þau en fullorðna. Mér finnst börn og fullorðnir nefnilega alls ekki eins ólík og fólk virðist halda. Börn eru líka vitsmunaverur og hugsandi manneskjur. Bara ekki eins rúðustrikuð og plebbaleg og fullorðið fólk.“ Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju. "Í fyrri bókinni voru Randalín og Mundi á flandri um miðborg Reykjavíkur en í þessari bók fara þau í útjaðar höfuðborgarsvæðisins þar sem þau kynnast ýmsum skrítnum og skemmtilegum nágrönnum og hitta mýs og fugla og alls konar pöddur,“ segir Þórdís spurð um sögusvið bókarinnar. Eitt af því sem sjokkeraði fullorðna lesendur í fyrra voru reykingar Randalínar, er hún hætt? „Já, Randalín náði árangri í baráttunni við tóbaksfíknina,“ segir Þórdís og hlær. „Hún er alveg hætt að reykja en hún er alveg jafn matvönd og þykist vera með ofnæmi fyrir hinu og þessu.“ Þú varst svolítið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu barnvæn í lýsingum í fyrri bókinni, ekki satt? „Jú, ég var gagnrýnd fyrir að vera með fullorðinsbrandara í barnabók, en ég held samt að fleirum hafi þótt það skemmtilegt en ámælisvert. Ég var líka ánægð með það að úr tveimur ólíkum áttum fékk ég þau ummæli að þetta væri svolítið eins og Ole Lund Kirkegaard, fólk þyrfti að vera alveg á tánum því það vissi aldrei hvað kæmi næst. Einhverjir voru dálítið að súpa hveljur, en í þessari bók er allavega ekkert dónalegt ljóð og engar reykingar.“ Þarf eitthvað að vera að niðursjóða raunveruleikann ofan í börn? „Nei, mér finnst það nefnilega ekki. Ég varð mjög hissa þegar það fór fyrir brjóstið á fólki að ég léti þau fara heim með karlkyns nágranna sem bauðst til að spila fyrir þau á gítar og sýna þeim snákinn sinn í fyrri bókinni. Ég er orðin dálítið þreytt á þessum hræðsluáróðri að börn megi helst ekki tala við fullorðna. Ég læt Randalín og Munda bara umgangast alls konar fólk án þess að vera neitt hrædd við það.“ Þannig að þér finnst börn vera vernduð of mikið fyrir raunveruleikanum? „Já, eiginlega. Ég er allavega ekkert stressuð fyrir hönd barna. Heimurinn er hræðilegur og við erum öll dauðvona og það þýðir ekkert alltaf að pakka því inn í bómull. Í nýju bókinni deyr gömul kona, vinkona þeirra Randalínar og Munda, og þannig er það bara. Það lenda allir í því einhvern tíma að einhver sem þeim þykir vænt um deyr og börn gera sér alveg grein fyrir því. Mér finnst allt þetta tilfinningaklám í kringum dauðann miklu verra. Börn þola miklu meira en við höldum og þurfa að takast á við sömu hluti og aðrir, þótt maður auðvitað passi betur hvað maður segir við þau en fullorðna. Mér finnst börn og fullorðnir nefnilega alls ekki eins ólík og fólk virðist halda. Börn eru líka vitsmunaverur og hugsandi manneskjur. Bara ekki eins rúðustrikuð og plebbaleg og fullorðið fólk.“
Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira