Getur alveg leikið illmenni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. október 2013 12:00 Ólafía Hrönn Jónsdóttir Fréttablaðið/Valli Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kona ekki einhöm. Hún er jafnvíg á að leika konur og karla, syngur, málar og semur tónlist, skýtur hreindýr og eldar ofan í börnin sín. Á miðvikudaginn sjáum við hana í öðru hlutverki vetrarins í Þjóðleikhúsinu, Maude Gutman í Pollock. Það er vígaleg kona sem arkar inn í Kassa Þjóðleikhússins þar sem við höfum mælt okkur mót einn eftirmiðdag í vikunni. Ólafía Hrönn er svartgölluð frá toppi til táar með voldugan mótorhjólahjálm á höfði og skyggnið niðri. Hún ferðast um á bensínvespu en viðurkennir að hugur hennar stefni hærra og hana dreymi um alvöru mótorhjól þegar hún verði stór. Eftir að við höfum komið okkur þægilega fyrir, kaffið er komið í bollana og segulbandið í gang, spyr ég Ólafíu Hrönn hvernig standi á því að flestir líti á hana sem gamanleikkonu þrátt fyrir að hún sé alveg jafn oft í dramatískum hlutverkum. „Ég er oftar í dramatískum hlutverkum í leikhúsinu en meira í gríninu í bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem er auðvitað það sem flestir sjá. Maður getur leikið í leikhúsinu í þrjátíu, fjörutíu ár án þess að nokkur hafi hugmynd um hver maður er, en ef þú ferð í bíómyndirnar kannast allt í einu allir við þig. Unga fólkið þekkir mig til dæmis best sem Guggu í Dagvaktinni.“ Hvað fannst þér um þann karakter? „Þegar ég las handritið hugsaði ég bara: Æi, strákar mínir, viljiði nú hafa einhverja graða kerlingu sem langar alveg sjúklega í ykkur? Mér fannst þetta ekkert eftirsóknarvert hlutverk og setti upp svimandi háar kaupkröfur sem þeir, næstum því því miður, gengu að. Þannig að ég seldi mig!“ Ólafía Hrönn upplýsir að hún hafi verið fastráðin við Þjóðleikhúsið í 22 ár. „Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1987 og fékk strax hlutverk í Síldin kemur og síldin fer hjá L.R. Eftir það var ég mikið að leika á barnaheimilum og í frjálsum leikhópum en þremur árum eftir útskrift bauðst mér fastur samningur bæði hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Ég hugsaði sem svo að þar sem ég hefði þegar leikið fyrir Borgarleikhúsið væri nú sniðugt að prófa hitt, tók samninginn við Þjóðleikhúsið og hér er ég enn.“Húsfrúin og harðjaxlinn Ólafía Hrönn tók sér reyndar frí frá leiklistinni um tíma og flutti til Bandaríkjanna í hálft ár, hvað var hún að gera þar? „Ég fór bara með fyrrverandi manninum mínum, sem var þar að læra byssusmíði, og gerðist settleg heimavinnandi húsfrú í Pittsburgh. Það var ótrúlegt hvað maður datt fljótt inn í það að hafa gaman af því að skoða kjaftablöð, horfa á sjónvarpið og fara í mollið að versla. Þetta var á þeim dýrðarárum þegar dollarinn var í sextíu krónum og mér fannst það alltaf vera meira háttar búbót að versla til heimilisins, naut mín bara í botn í þessu hlutverki.“ Líf leikkonunnar á Íslandi er öllu hektískara. Auk þess að leika flest kvöld vikunnar treður hún upp á tónleikum með mismunandi hljómsveitum og skemmtir á árshátíðum og kvennaskemmtunum. Hún á þrjú börn og tvö þeirra búa enn þá heima og eins og góðri móður sæmir er hún auðvitað með stöðugt samviskubit yfir því hvað hún vinnur mikið. Hún segir mér til dæmis í trúnaði að hún hafi eldað kvöldmatinn fyrir þau áður en hún kom að hitta mig í leikhúsinu því hún þurfi að vera þar á æfingu til tíu um kvöldið. Hún var í fimm sýningum í fyrra, er í þremur sýningum í vetur og syngur með þremur hljómsveitum, er einhver tími fyrir áhugamál? „Söngurinn er náttúrulega númer eitt fyrir utan leikhúsið, það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri, bara að æfa, tónleikar eru aukaatriði, þótt það sé auðvitað gaman líka. Svo fer ég í golf og í skotveiði, hef skotið gæsir og meira að segja eitt hreindýr. Það var reyndar alveg hræðilega sorglegt, en ég var samt voðalega montin yfir að hafa tekist það.“Konur fá minni séns Hefurður alltaf verið strákastelpa? „Já, ætli það ekki bara. Þegar ég var að alast upp í Fossvoginum var ég alltaf í fótbolta með strákunum og lék mér eiginlega bara við stráka. Átti eina svona kunningjavinkonu, það var eiginlega eina stelpan sem ég lék mér eitthvað við.“ Ólafía Hrönn hefur raunar tekið strákinn í sér alla leið og hefur komið fram sem alteregóið Hannes í sketsum og sýningum með Smára Halldóru Geirharðsdóttur og leikhópnum Pörupiltum. „Við Dóra erum búnar að vera að leika þessa karla alveg frá 1992, held ég, þegar við vorum fengnar til að vera með sketsa í Dagsljósi í Sjónvarpinu. Mér fannst þetta rosalega spennandi og fyndið og eftir að við hættum í Dagsljósi komum við oft fram sem Hannes og Smári á skemmtunum. Síðan fóru Pörupiltar í gang og við fórum á námskeið hjá Maríu Pálsdóttur. Við það breyttust karakterarnir svolítið, við fórum meira í grunnfílinginn. Okkur langar alveg rosalega að gera bíómynd með þessum karakterum, erum búnar að semja alveg bjútífúl handrit en það vill enginn líta við því, þótt allir segi að þetta sé fínasta handrit. Ég held það sé af því við erum konur, mér finnst þær fá minni séns. Strákar mega gera grín í sjónvarpinu eins og þeim sýnist en það er stigið á bremsurnar og engir sénsar teknir þegar konur eiga í hlut. Ég vona bara að einhver kvikmyndagerðarmaður lesi þetta viðtal, stökkvi til og vilji endilega gera bíómyndina okkar.“Lærum af körlunum Ólafía Hrönn segir að það að leika Hannes hafi styrkt hana heilmikið sem leikkonu. Þetta sjálfstraust sem karlmönnum virðist í blóð borið smitist yfir í kveneðlið í henni og hún þori mikið meira síðan Hannes kom til. „Ég hef alltaf verið hræðilega feimin og óttast að fólki líki ekki vel við mig ef ég stend á skoðunum mínum, en körlum er skítsama um það. Þeim finnst þeir bara æðislegir og láta engan segja sér annað. Það er hrikalega gott fyrir egóið að láta sér líða þannig og Hannes hefur oft hjálpað mér við að standa með sjálfri mér.“ Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið að Kristín Jóhannesdóttir hafi sagt í sjónvarpi að engin íslensk leikkona væri nógu mikið illmenni til að leika Bernhörðu Alba, hvað finnst þér um þau ummæli? „Ég held hún hafi nú bara verið að grínast. Það er nóg af konum sem geta alveg leikið illmenni. Ég gæti það til dæmis vel. Konur fara samt öðruvísi að því að vera vondar, eru meira í baktjaldamakki og bakstungum en karlarnir. Þetta er allt svo líkamlegt hjá körlunum og uppi á yfirborðinu, ég held við gætum lært heilmikið af þeim hvað það varðar.“ Spurð þeirrar klisjulegu spurningar hvort aldrei hafi komið annað til greina en að verða leikkona svarar Ólafía Hrönn að, nei, innst inni hafi hana sennilega aldrei langað í annað starf. „Þegar ég sá leiksýningu í fyrsta skipti, skólaleiksýningu í Réttarholtsskóla þegar ég var krakki, þá varð ég fyrir mjög sterkri upplifun og það rann upp fyrir mér ljós. Því laust niður í höfuðið á mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Ég var alveg sannfærð um það. Auðvitað átti ég síðan ýmis efasemdatímabil um að mér tækist að verða leikkona og hafði til vara að verða myndlistarmaður, gullsmiður eða sálfræðingur. En ég hef samt aldrei efast um að það hafi verið rétt val að fara í leiklistina og á sennilega bara eftir að standa hérna á sviðinu í 22 ár í viðbót.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ólafía Hrönn Jónsdóttir er kona ekki einhöm. Hún er jafnvíg á að leika konur og karla, syngur, málar og semur tónlist, skýtur hreindýr og eldar ofan í börnin sín. Á miðvikudaginn sjáum við hana í öðru hlutverki vetrarins í Þjóðleikhúsinu, Maude Gutman í Pollock. Það er vígaleg kona sem arkar inn í Kassa Þjóðleikhússins þar sem við höfum mælt okkur mót einn eftirmiðdag í vikunni. Ólafía Hrönn er svartgölluð frá toppi til táar með voldugan mótorhjólahjálm á höfði og skyggnið niðri. Hún ferðast um á bensínvespu en viðurkennir að hugur hennar stefni hærra og hana dreymi um alvöru mótorhjól þegar hún verði stór. Eftir að við höfum komið okkur þægilega fyrir, kaffið er komið í bollana og segulbandið í gang, spyr ég Ólafíu Hrönn hvernig standi á því að flestir líti á hana sem gamanleikkonu þrátt fyrir að hún sé alveg jafn oft í dramatískum hlutverkum. „Ég er oftar í dramatískum hlutverkum í leikhúsinu en meira í gríninu í bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem er auðvitað það sem flestir sjá. Maður getur leikið í leikhúsinu í þrjátíu, fjörutíu ár án þess að nokkur hafi hugmynd um hver maður er, en ef þú ferð í bíómyndirnar kannast allt í einu allir við þig. Unga fólkið þekkir mig til dæmis best sem Guggu í Dagvaktinni.“ Hvað fannst þér um þann karakter? „Þegar ég las handritið hugsaði ég bara: Æi, strákar mínir, viljiði nú hafa einhverja graða kerlingu sem langar alveg sjúklega í ykkur? Mér fannst þetta ekkert eftirsóknarvert hlutverk og setti upp svimandi háar kaupkröfur sem þeir, næstum því því miður, gengu að. Þannig að ég seldi mig!“ Ólafía Hrönn upplýsir að hún hafi verið fastráðin við Þjóðleikhúsið í 22 ár. „Ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1987 og fékk strax hlutverk í Síldin kemur og síldin fer hjá L.R. Eftir það var ég mikið að leika á barnaheimilum og í frjálsum leikhópum en þremur árum eftir útskrift bauðst mér fastur samningur bæði hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Ég hugsaði sem svo að þar sem ég hefði þegar leikið fyrir Borgarleikhúsið væri nú sniðugt að prófa hitt, tók samninginn við Þjóðleikhúsið og hér er ég enn.“Húsfrúin og harðjaxlinn Ólafía Hrönn tók sér reyndar frí frá leiklistinni um tíma og flutti til Bandaríkjanna í hálft ár, hvað var hún að gera þar? „Ég fór bara með fyrrverandi manninum mínum, sem var þar að læra byssusmíði, og gerðist settleg heimavinnandi húsfrú í Pittsburgh. Það var ótrúlegt hvað maður datt fljótt inn í það að hafa gaman af því að skoða kjaftablöð, horfa á sjónvarpið og fara í mollið að versla. Þetta var á þeim dýrðarárum þegar dollarinn var í sextíu krónum og mér fannst það alltaf vera meira háttar búbót að versla til heimilisins, naut mín bara í botn í þessu hlutverki.“ Líf leikkonunnar á Íslandi er öllu hektískara. Auk þess að leika flest kvöld vikunnar treður hún upp á tónleikum með mismunandi hljómsveitum og skemmtir á árshátíðum og kvennaskemmtunum. Hún á þrjú börn og tvö þeirra búa enn þá heima og eins og góðri móður sæmir er hún auðvitað með stöðugt samviskubit yfir því hvað hún vinnur mikið. Hún segir mér til dæmis í trúnaði að hún hafi eldað kvöldmatinn fyrir þau áður en hún kom að hitta mig í leikhúsinu því hún þurfi að vera þar á æfingu til tíu um kvöldið. Hún var í fimm sýningum í fyrra, er í þremur sýningum í vetur og syngur með þremur hljómsveitum, er einhver tími fyrir áhugamál? „Söngurinn er náttúrulega númer eitt fyrir utan leikhúsið, það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri, bara að æfa, tónleikar eru aukaatriði, þótt það sé auðvitað gaman líka. Svo fer ég í golf og í skotveiði, hef skotið gæsir og meira að segja eitt hreindýr. Það var reyndar alveg hræðilega sorglegt, en ég var samt voðalega montin yfir að hafa tekist það.“Konur fá minni séns Hefurður alltaf verið strákastelpa? „Já, ætli það ekki bara. Þegar ég var að alast upp í Fossvoginum var ég alltaf í fótbolta með strákunum og lék mér eiginlega bara við stráka. Átti eina svona kunningjavinkonu, það var eiginlega eina stelpan sem ég lék mér eitthvað við.“ Ólafía Hrönn hefur raunar tekið strákinn í sér alla leið og hefur komið fram sem alteregóið Hannes í sketsum og sýningum með Smára Halldóru Geirharðsdóttur og leikhópnum Pörupiltum. „Við Dóra erum búnar að vera að leika þessa karla alveg frá 1992, held ég, þegar við vorum fengnar til að vera með sketsa í Dagsljósi í Sjónvarpinu. Mér fannst þetta rosalega spennandi og fyndið og eftir að við hættum í Dagsljósi komum við oft fram sem Hannes og Smári á skemmtunum. Síðan fóru Pörupiltar í gang og við fórum á námskeið hjá Maríu Pálsdóttur. Við það breyttust karakterarnir svolítið, við fórum meira í grunnfílinginn. Okkur langar alveg rosalega að gera bíómynd með þessum karakterum, erum búnar að semja alveg bjútífúl handrit en það vill enginn líta við því, þótt allir segi að þetta sé fínasta handrit. Ég held það sé af því við erum konur, mér finnst þær fá minni séns. Strákar mega gera grín í sjónvarpinu eins og þeim sýnist en það er stigið á bremsurnar og engir sénsar teknir þegar konur eiga í hlut. Ég vona bara að einhver kvikmyndagerðarmaður lesi þetta viðtal, stökkvi til og vilji endilega gera bíómyndina okkar.“Lærum af körlunum Ólafía Hrönn segir að það að leika Hannes hafi styrkt hana heilmikið sem leikkonu. Þetta sjálfstraust sem karlmönnum virðist í blóð borið smitist yfir í kveneðlið í henni og hún þori mikið meira síðan Hannes kom til. „Ég hef alltaf verið hræðilega feimin og óttast að fólki líki ekki vel við mig ef ég stend á skoðunum mínum, en körlum er skítsama um það. Þeim finnst þeir bara æðislegir og láta engan segja sér annað. Það er hrikalega gott fyrir egóið að láta sér líða þannig og Hannes hefur oft hjálpað mér við að standa með sjálfri mér.“ Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið að Kristín Jóhannesdóttir hafi sagt í sjónvarpi að engin íslensk leikkona væri nógu mikið illmenni til að leika Bernhörðu Alba, hvað finnst þér um þau ummæli? „Ég held hún hafi nú bara verið að grínast. Það er nóg af konum sem geta alveg leikið illmenni. Ég gæti það til dæmis vel. Konur fara samt öðruvísi að því að vera vondar, eru meira í baktjaldamakki og bakstungum en karlarnir. Þetta er allt svo líkamlegt hjá körlunum og uppi á yfirborðinu, ég held við gætum lært heilmikið af þeim hvað það varðar.“ Spurð þeirrar klisjulegu spurningar hvort aldrei hafi komið annað til greina en að verða leikkona svarar Ólafía Hrönn að, nei, innst inni hafi hana sennilega aldrei langað í annað starf. „Þegar ég sá leiksýningu í fyrsta skipti, skólaleiksýningu í Réttarholtsskóla þegar ég var krakki, þá varð ég fyrir mjög sterkri upplifun og það rann upp fyrir mér ljós. Því laust niður í höfuðið á mér að þetta væri eitthvað sem ég gæti. Ég var alveg sannfærð um það. Auðvitað átti ég síðan ýmis efasemdatímabil um að mér tækist að verða leikkona og hafði til vara að verða myndlistarmaður, gullsmiður eða sálfræðingur. En ég hef samt aldrei efast um að það hafi verið rétt val að fara í leiklistina og á sennilega bara eftir að standa hérna á sviðinu í 22 ár í viðbót.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira