Samskipti lykillinn að kynlífi Sigga Dögg skrifar 24. október 2013 07:00 Táningar eiga fyrst að stunda kynlíf með sjálfum sér, svo með öðrum, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/Getty Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín. Sigga Dögg Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín.
Sigga Dögg Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira