Sverðið vísar til sæmdar og hugrekkis Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. október 2013 11:00 Jón Hallur heldur áfram útleggingum sínum á merkingu tákna á bautasteini Borgesar á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges. „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birtist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslandsvinarins, rithöfundarins og ljóðskáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggjunum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynnir verður Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borges-seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur á morgun fyrir málþingi um ævi og ritstörf Jorges Luis Borges í Þjóðminjasafninu. Meðal fyrirlesara er Jón Hallur Stefánsson sem fjallar um sverð í verkum Borges. „Minn fyrirlestur verður eins konar angi af eða réttara sagt nýr flötur á ritgerð minni um bautastein Borgesar sem birtist í Tímaritröðinni 1005 í vor,“ segir Jón Hallur Stefánsson, einn frummælenda á málþingi um skáldskap argentínska Íslandsvinarins, rithöfundarins og ljóðskáldsins Jorges Luis Borges sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir á morgun. „Ég ætla að tala um sverð, en Borges var kominn af hermönnum í báðar ættir og þegar hann var drengur var hann með tvö sverð hangandi á veggjunum hjá sér. Sverðið tengist því fjölskyldu hans beint og er mjög sterkt tákn í verkum hans alla ævi. Vísar þar til sæmdar og hugrekkis og gildis þess að bregðast ekki sem var honum mjög mikilvægt.“ Málþingið fer fram frá klukkan 14 til 17 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er haldið í tilefni þess að út kom á árinu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni bókin Yfir saltan mar: Þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Frummælendur eru auk Jóns Halls þau Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, og Sigrún Á. Eiríksdóttir þýðandi. Kynnir verður Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands. Rúsínan í pylsuendanum er síðan fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“ sem Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borges-seturs við Háskólann í Pittsburg í Bandaríkjunum, flytur. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnir gestafyrirlesarann. Fyrirlestur Daniels Balderston verður fluttur á ensku en annað efni er flutt á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira