Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu 24. október 2013 10:00 Ragnar Kjartansson flytur gjörninginn í kvöld klukkan 19. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira