Solla Eiríks: Lengi langað til að standa meira á haus Sara McMahon skrifar 22. október 2013 07:00 Sólveig Eiríksdóttir veitingamaður hefur staðið á haus á hverjum degi í meistaramánuði. Uppátækið hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið/stefán „Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“ Meistaramánuður Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“
Meistaramánuður Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira