Maður er aldrei búinn með listaverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. október 2013 11:00 "Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga,“ segir Guðrún. Fréttablaðið/GVA Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit hér við tölvuna og leita að myndefni til að myndskreyta spjallið okkar Guðna á miðvikudaginn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. „Annars ættirðu frekar að spyrja hann út í þetta, hann vill ekkert of mikið segja mér fyrirfram. Þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun þróast hjá okkur, sem er bara skemmtilegt.“ Í fréttatilkynningu kemur þó fram að Guðni ætli að ræða við Guðrúnu um verk hennar og hugmyndir, hugmyndaheiminn og aðferðir. Eins og þeir sem þekkja til verka Guðrúnar geta reiknað út mun vatn koma mikið við þá sögu. „Það er til dæmis verk eftir mig uppi í Hallgrímskirkju núna sem heitir Vatn og er í sýningarröðinni Kristin minni. Vatnið hefur auðvitað sterka tilvísun í kristna trú í skírninni, en merking þess er svo miklu, miklu víðari. Vatn er undirstaða alls lífs og er tákn í öllum trúarbrögðum. Það táknar líka hringrás lífsins, gufar upp og þéttist síðan aftur í vatn og fellur á ný.“ Verk Guðrúnar eru fjölbreytt; málverk, prent- og vídeóverk auk stórra veggmynda og innsetninga og hún segir það hafa komið sér á óvart þegar henni hafi verið bent á hversu ríkur þáttur vatnið er í verkum hennar. „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga sem auðvitað hefur allt með vatn að gera, ég hafði bara ekki áttað mig á því.“ Hún segir svona spjall í rauninni eðlilegan hluta af listsköpuninni. „Maður valdi sér þetta lífsstarf, að vinna að listum, en maður er aldrei búinn með neitt. Reynir bara að halda leitinni áfram og gera sínar rannsóknir og þá hjálpar til að fá sjónarhorn annarra á verkin.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit hér við tölvuna og leita að myndefni til að myndskreyta spjallið okkar Guðna á miðvikudaginn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. „Annars ættirðu frekar að spyrja hann út í þetta, hann vill ekkert of mikið segja mér fyrirfram. Þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun þróast hjá okkur, sem er bara skemmtilegt.“ Í fréttatilkynningu kemur þó fram að Guðni ætli að ræða við Guðrúnu um verk hennar og hugmyndir, hugmyndaheiminn og aðferðir. Eins og þeir sem þekkja til verka Guðrúnar geta reiknað út mun vatn koma mikið við þá sögu. „Það er til dæmis verk eftir mig uppi í Hallgrímskirkju núna sem heitir Vatn og er í sýningarröðinni Kristin minni. Vatnið hefur auðvitað sterka tilvísun í kristna trú í skírninni, en merking þess er svo miklu, miklu víðari. Vatn er undirstaða alls lífs og er tákn í öllum trúarbrögðum. Það táknar líka hringrás lífsins, gufar upp og þéttist síðan aftur í vatn og fellur á ný.“ Verk Guðrúnar eru fjölbreytt; málverk, prent- og vídeóverk auk stórra veggmynda og innsetninga og hún segir það hafa komið sér á óvart þegar henni hafi verið bent á hversu ríkur þáttur vatnið er í verkum hennar. „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga sem auðvitað hefur allt með vatn að gera, ég hafði bara ekki áttað mig á því.“ Hún segir svona spjall í rauninni eðlilegan hluta af listsköpuninni. „Maður valdi sér þetta lífsstarf, að vinna að listum, en maður er aldrei búinn með neitt. Reynir bara að halda leitinni áfram og gera sínar rannsóknir og þá hjálpar til að fá sjónarhorn annarra á verkin.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira