Maður er aldrei búinn með listaverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. október 2013 11:00 "Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga,“ segir Guðrún. Fréttablaðið/GVA Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit hér við tölvuna og leita að myndefni til að myndskreyta spjallið okkar Guðna á miðvikudaginn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. „Annars ættirðu frekar að spyrja hann út í þetta, hann vill ekkert of mikið segja mér fyrirfram. Þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun þróast hjá okkur, sem er bara skemmtilegt.“ Í fréttatilkynningu kemur þó fram að Guðni ætli að ræða við Guðrúnu um verk hennar og hugmyndir, hugmyndaheiminn og aðferðir. Eins og þeir sem þekkja til verka Guðrúnar geta reiknað út mun vatn koma mikið við þá sögu. „Það er til dæmis verk eftir mig uppi í Hallgrímskirkju núna sem heitir Vatn og er í sýningarröðinni Kristin minni. Vatnið hefur auðvitað sterka tilvísun í kristna trú í skírninni, en merking þess er svo miklu, miklu víðari. Vatn er undirstaða alls lífs og er tákn í öllum trúarbrögðum. Það táknar líka hringrás lífsins, gufar upp og þéttist síðan aftur í vatn og fellur á ný.“ Verk Guðrúnar eru fjölbreytt; málverk, prent- og vídeóverk auk stórra veggmynda og innsetninga og hún segir það hafa komið sér á óvart þegar henni hafi verið bent á hversu ríkur þáttur vatnið er í verkum hennar. „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga sem auðvitað hefur allt með vatn að gera, ég hafði bara ekki áttað mig á því.“ Hún segir svona spjall í rauninni eðlilegan hluta af listsköpuninni. „Maður valdi sér þetta lífsstarf, að vinna að listum, en maður er aldrei búinn með neitt. Reynir bara að halda leitinni áfram og gera sínar rannsóknir og þá hjálpar til að fá sjónarhorn annarra á verkin.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit hér við tölvuna og leita að myndefni til að myndskreyta spjallið okkar Guðna á miðvikudaginn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. „Annars ættirðu frekar að spyrja hann út í þetta, hann vill ekkert of mikið segja mér fyrirfram. Þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun þróast hjá okkur, sem er bara skemmtilegt.“ Í fréttatilkynningu kemur þó fram að Guðni ætli að ræða við Guðrúnu um verk hennar og hugmyndir, hugmyndaheiminn og aðferðir. Eins og þeir sem þekkja til verka Guðrúnar geta reiknað út mun vatn koma mikið við þá sögu. „Það er til dæmis verk eftir mig uppi í Hallgrímskirkju núna sem heitir Vatn og er í sýningarröðinni Kristin minni. Vatnið hefur auðvitað sterka tilvísun í kristna trú í skírninni, en merking þess er svo miklu, miklu víðari. Vatn er undirstaða alls lífs og er tákn í öllum trúarbrögðum. Það táknar líka hringrás lífsins, gufar upp og þéttist síðan aftur í vatn og fellur á ný.“ Verk Guðrúnar eru fjölbreytt; málverk, prent- og vídeóverk auk stórra veggmynda og innsetninga og hún segir það hafa komið sér á óvart þegar henni hafi verið bent á hversu ríkur þáttur vatnið er í verkum hennar. „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga sem auðvitað hefur allt með vatn að gera, ég hafði bara ekki áttað mig á því.“ Hún segir svona spjall í rauninni eðlilegan hluta af listsköpuninni. „Maður valdi sér þetta lífsstarf, að vinna að listum, en maður er aldrei búinn með neitt. Reynir bara að halda leitinni áfram og gera sínar rannsóknir og þá hjálpar til að fá sjónarhorn annarra á verkin.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira