Sæðisofnæmi hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs Sigga Dögg skrifar 17. október 2013 10:00 Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar. Nordicphotos/getty ?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is Sigga Dögg Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Sjá meira
?Mig langar að vita meira um eitt mál sem ég hreinlega á erfitt með að trúa að sé til og það er sæðisofnæmi. Kærasta mín segist vera með það. Ég má bara helst ekki fá það inni í henni því hún segir að sig svíði og það sé vont. Ég hef prófað að nota smokkinn og þá finnur hún ekki til, ekki heldur ef ég tek hann út áður, en mér finnst þetta samt svolítið sérstakt og hef aldrei lent í þessu áður eða heyrt af þessu. Því spyr ég hvort þetta sé í alvöru til og er hægt að lækna þetta?Svar: Já, þetta er til og er rétt hjá kærustu þinni, hún getur verið með ofnæmi fyrir sæði. Nú vil ég byrja á því að taka það fram að ég er ekki læknir og ávallt er best að leita til læknis með kvilla sem herja á líkamann. Einkenni sæðisofnæmis eru oftast staðbundin við skapabarma og/eða leggöng og líkjast einkennum sveppasýkingar (kláði, bruna tilfinning og sviði). Þau koma oftast fram fimm til þrjátíu mínútum eftir samfarir með sáðláti. Þetta er talið frekar sjaldgæft og á það til að vera misgreint sem eitthvað annað, til dæmis sveppasýking. Til að greina sæðisofnæmi rétt þá er mælt með því að kanna hvort einkennin birtist þegar samfarir eru stundaðar með smokk og/eða þegar engar samfarir eru hafðar með typpi. Ef þetta er sæðisofnæmi þá ættu engin einkenni að birtast, eins og þið hafið nú þegar komist að. Það er talið að helmingur kvenna með sæðisofnæmi séu einnig með annað ofnæmi. Ofnæmið hrjáir oftast konur milli tvítugs og þrítugs og getur verið einstaklingsbundið (það er tengt einum manni) eða öllu sæði. Algengasta lækningin er að nota smokk. Ef það hentar ykkur ekki þá er til önnur lausn, kerfisbundin ónæming. Þar er smá útþynntum skömmtum af sæði mannsins sprautað í líkama konunnar. Til að byrja með þá látið þið smá skammta af sæði með reglulegu millibili inn í leggöng og svo smám saman stækka skammtarnir. Þá á einnig að vera er gott að stunda reglulega kynlíf (daglega eða annan hvern dag) án smokks til að byggja upp þol gegn sæðinu. Hafðu samt á bak við eyrað að þið þurfið bæði að vera til í þessa leið gegn ofnæminu og það getur verið vandasamt að stýra magni sæðis hverju sinni. Sumar konur virðast einfaldlega bara „læknast“ af ofnæminu, eins og það bara hverfi með aldrinum á meðan það virðist versna hjá öðrum. Sumir læknar segja að það sé gott að hafa ofnæmislyf við hendina og fá sér eina töflu fyrir samfarir. Ef lyf og smokkar henta ykkur ekki þá er spurning að hafa samband við ofnæmissérfræðing. Gangi ykkur vel.Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli þínu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu.kynlif@frettabladid.is
Sigga Dögg Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Sjá meira