Svar við eftirspurn eftir brassgrúppu sem spilar klassík Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 13:00 Hljómsveitin er skipuð sex ungum tónlistarmönnum sem nýlega útskrifuðust úr námi á brasshljóðfæri. Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi. „Ísafoldarbrass er svar við eftirspurn eftir virkri brassgrúppu á klassísku tónlistarsenunni,“ segir Ari Hróðmarsson básúnuleikari, sem er stjórnandi hljómsveitarinnar Ísafoldarbrass. „Við erum nokkrir strákar sem erum tiltölulega nýbúnir að ljúka námi á brasshljóðfæri sem langaði að spila saman og flytja brasstónlist sem er ekki mikið flutt á Íslandi.“ Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk Ara trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á trompet, Guðmundur Andri Ólafsson á horn, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Nimrod Ron á túbu. Á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er litið til íslenskra tónverka fyrir brass eftir tónskáldin Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson og Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur í bland við útsetningar Össurar Geirssonar á völdum íslenskum dægurlögum. Tónleikarnir eru eins og áður segir næstkomandi föstudag klukkan 12 í Háteigskirkju. Hljómsveitin hefur þegar bókað aðra tónleika í kirkjunni í nóvember og að sögn Ara er hér ekki um stundarfyrirbæri að ræða heldur hljómsveit sem er komin til að vera. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi. „Ísafoldarbrass er svar við eftirspurn eftir virkri brassgrúppu á klassísku tónlistarsenunni,“ segir Ari Hróðmarsson básúnuleikari, sem er stjórnandi hljómsveitarinnar Ísafoldarbrass. „Við erum nokkrir strákar sem erum tiltölulega nýbúnir að ljúka námi á brasshljóðfæri sem langaði að spila saman og flytja brasstónlist sem er ekki mikið flutt á Íslandi.“ Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk Ara trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á trompet, Guðmundur Andri Ólafsson á horn, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Nimrod Ron á túbu. Á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er litið til íslenskra tónverka fyrir brass eftir tónskáldin Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson og Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur í bland við útsetningar Össurar Geirssonar á völdum íslenskum dægurlögum. Tónleikarnir eru eins og áður segir næstkomandi föstudag klukkan 12 í Háteigskirkju. Hljómsveitin hefur þegar bókað aðra tónleika í kirkjunni í nóvember og að sögn Ara er hér ekki um stundarfyrirbæri að ræða heldur hljómsveit sem er komin til að vera.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira