Óútgefin glæpasaga seld til útlanda Freyr Bjarnason skrifar 11. október 2013 07:00 Samningar hafa náðst um útgáfu fyrstu glæpasögu Jóns Óttars í Noregi og Frakklandi. Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti er hæstánægð með mikinn áhuga á bókinni. Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Bókaforlagið Bjartur hefur selt útgáfuréttinn að glæpasögu Jóns Óttars Ólafssonar, Hlustaðu, til Noregs og Frakklands. Þýskir útgefendur eru einnig mjög áhugasamir. Bókin er ein þeirra sem Bjartur er að kynna á hinni árlegu bókamessu í Frankfurt. Enn merkilegra er að Hlustaðu er ekki enn komin út. Hún er í prentun þessa dagana og lítur dagsins ljós í lok mánaðarins. „Jón Óttar bankaði upp á hjá Bjarti fyrir nokkrum árum og var með hugmynd að glæpasögum, þríleik,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá bókaforlaginu, hæstánægð með áhugann fyrir bókinni. „Núna er hann búinn að skrifa fyrstu bókina og er að skrifa bók númer tvö.“ Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge og er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann hefur einnig starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hann var lengi búinn að láta sig dreyma um að skrifa glæpasögur áður en hann hafði samband við Bjart. Hlustaðu fjallar um lögreglumanninn Davíð sem rannsakar dularfullt mál. Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu og margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt. Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans en hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu og hjónabandinu. Valdamiklir menn vernda hver annan og þá skiptir morðrannsókn litlu máli.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira