Þykir ófínna að vera hagyrðingur en skáld Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. október 2013 10:00 Bjarki segir að sér þyki vænst um að gömlu bragarhætt-irnir skuli hafa verið teknir í sátt. Fréttablaðið/Valli Bjarki Karlsson, doktorsnemi í mál- og bragfræði, hlaut í gær bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. "Það sem mér þykir vænst um við þessa niðurstöðu hjá dómnefndinni er að hún skuli taka hina sígildu íslensku bragarhætti í sátt,“ segir Bjarki Karlsson sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Árleysi alda. „Þeir hafa um alllangt skeið verið litnir hornauga í bókmenntaumræðunni og þeir sem yrkja verið flokkaðir í skáld og hagyrðinga eftir því hvort þeir nota hefðbundið form eða ekki, innifalið í þeirri flokkun er að það þykir ófínna að vera hagyrðingur.“ Bjarki er doktorsnemi í málfræði og bragfræði og viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er íslenskur og færeyskur kveðskapur frá því um 1500 og fram á okkar daga. Áhugi hans á skáldskap aldanna leynir sér ekki í bókinni þar sem meðal annars er að finna háttatal þar sem lagt er út af vísunni um afa sem fór á honum Rauð. „Þarna glími ég við ýmsa bragarhætti sem hafa komið fram í gegnum bókmenntasöguna,“ útskýrir Bjarki. „Ég nota söguna um afa og Rauð og endursegi hana í þessum bragarháttum um leið og ég reyni að fylgja orðfæri og stíl skáldanna sem nefnd eru til sögunnar. Það er þó aldrei hægt að endursegja neitt án þess að bæta einhverju við og þrátt fyrir allt er einhver undirtónn í þessu, ekki bara nýir hættir.“ Fjörutíu og sex handrit að ljóðabókum bárust í keppnina að þessu sinni og var dómnefndin skipuð skáldunum Davíð Stefánssyni, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur. Verðlaunin nema 600.000 krónum og er útgáfuréttur í höndum vinningshafa og þess forlags sem hann velur. Bjarki valdi Uppheima og kom bókin út í gær eins og vera ber. Ítarlegt viðtal við Bjarka verður á bókasíðu helgarblaðs Fréttablaðsins á morgun. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bjarki Karlsson, doktorsnemi í mál- og bragfræði, hlaut í gær bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. "Það sem mér þykir vænst um við þessa niðurstöðu hjá dómnefndinni er að hún skuli taka hina sígildu íslensku bragarhætti í sátt,“ segir Bjarki Karlsson sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabók sína Árleysi alda. „Þeir hafa um alllangt skeið verið litnir hornauga í bókmenntaumræðunni og þeir sem yrkja verið flokkaðir í skáld og hagyrðinga eftir því hvort þeir nota hefðbundið form eða ekki, innifalið í þeirri flokkun er að það þykir ófínna að vera hagyrðingur.“ Bjarki er doktorsnemi í málfræði og bragfræði og viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er íslenskur og færeyskur kveðskapur frá því um 1500 og fram á okkar daga. Áhugi hans á skáldskap aldanna leynir sér ekki í bókinni þar sem meðal annars er að finna háttatal þar sem lagt er út af vísunni um afa sem fór á honum Rauð. „Þarna glími ég við ýmsa bragarhætti sem hafa komið fram í gegnum bókmenntasöguna,“ útskýrir Bjarki. „Ég nota söguna um afa og Rauð og endursegi hana í þessum bragarháttum um leið og ég reyni að fylgja orðfæri og stíl skáldanna sem nefnd eru til sögunnar. Það er þó aldrei hægt að endursegja neitt án þess að bæta einhverju við og þrátt fyrir allt er einhver undirtónn í þessu, ekki bara nýir hættir.“ Fjörutíu og sex handrit að ljóðabókum bárust í keppnina að þessu sinni og var dómnefndin skipuð skáldunum Davíð Stefánssyni, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur. Verðlaunin nema 600.000 krónum og er útgáfuréttur í höndum vinningshafa og þess forlags sem hann velur. Bjarki valdi Uppheima og kom bókin út í gær eins og vera ber. Ítarlegt viðtal við Bjarka verður á bókasíðu helgarblaðs Fréttablaðsins á morgun.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira