Innsýn í heim dansarans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. október 2013 10:00 Fjórir ungir dansarar dansa í sýningunni og einnig bregður fyrir myndbandsklippum af eldri dönsurum. Fréttablaðið/Arnþór Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heiður að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höfundur Tíma sem samið var sérstaklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breytingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfirgefur ekki fjölskyldu sína.“Helena JónsdóttirVið vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Helena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstignir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í táskóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuðum saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýningu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dansarans.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heiður að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höfundur Tíma sem samið var sérstaklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breytingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfirgefur ekki fjölskyldu sína.“Helena JónsdóttirVið vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Helena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstignir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í táskóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuðum saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýningu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dansarans.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira