Ég man þig og þú manst…? Teitur Guðmundsson skrifar 8. október 2013 09:28 Þegar maður er ungur, sprækur og í blóma lífsins er vanalega ekki mikið verið að eyða tímanum í að hugsa um öldrun eða það að verða gamall. Það er svo margt annað sem fangar hugann. Hið sama gildir alla jafna um sjúkdóma. Það er ekki fyrr en viðkomandi verður veikur eða einhver sem er náinn honum að hann staldrar við og fer að velta hlutunum meira fyrir sér. Það er eðlilegt og kannski bara hollt að hafa ekki of miklar áhyggjur af framtíðinni. Ef maður skoðar allt það sem getur komið upp á gæti það valdið vanlíðan og kvíða sem líklega myndi bara ýta undir heilsuleysi viðkomandi. Sumir segja jafnvel að það sé engu hægt að breyta hvort eð er en þeir hafa rangt fyrir sér. Við getum haft áhrif og við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að viðhalda heilsu og vellíðan. Auðvitað er þó enginn sem stoppar tímann. Eitt af því sem hræðir marga við það að eldast er að verða minnisskertur, vera úti á þekju eins og einhver kallaði það, og þannig ekki lengur eins virkur þátttakandi í daglegu lífi, jafnvel hættulegur sjálfum sér og öðrum og þurfa mikinn stuðning við flestar athafnir daglegs lífs. Alzheimer-sjúkdómur er þarna hvað þekktastur og algengastur. Hann er alla jafna tengdur við þá sem eldri eru, eða yfir 65 ára, þótt hann geti komið fram fyrr. Sá sjúkdómur er ólæknanlegur og vitað fyrir víst að hann þróast á verri veg með tímanum.Greina þarf á milli Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað veldur Alzheimer-sjúkdómi en meirihluti tilfella er samspil erfða, lífsstíls og umhverfisþátta sem með tímanum eyðileggja taugafrumur með þeim afleiðingum að veruleg truflun verður á eðlilegri starfsemi heila og taugakerfis. Þar má nefna einna helst minnistruflanir, erfiðleika við að lesa umhverfi sitt og óáttun, máltruflanir, ritörðugleika auk þess að tapa lesskilningi, að taka órökréttar ákvarðanir, verkstol, kvíða, skapsveiflur, svefntruflanir og ýmislegt fleira sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra finna fyrir. Félagslegur stuðningur auk lyfja, þjálfunar, bætiefna og næringar er þekkt og hafa áhrif en lækna ekki sjúkdóminn, markmiðin eru að stuðla að heilsusamlegra líferni og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum hjá þessum einstaklingum. Það eru þó fleiri sjúkdómar sem geta valdið minnistruflun sem svipar til Alzheimer-sjúkdóms og þarf að greina þar á milli. Þá er vel þekkt að næstalgengasta ástæða vaxandi minnistruflana er á grunni æðasjúkdóma þar sem æðakölkun leikur aðalhlutverkið. Slíku er hægt að sporna gegn með heilbrigðu líferni og sérstaklega því að reykja ekki. Við vitum að sumir sjúkdómar og áverkar ýta beint eða óbeint undir minnisskerðingu með sjúkdómsgangi sínum og má þar nefna sem dæmi Parkinson-sjúkdóm, HIV-sýkingu, eftirstöðvar höfuðáverka eftir slys og íþróttaiðkun með ítrekuðum höfuðhöggum. Þetta eru allt vandamál sem er erfitt að snúa við, þróast alla jafna til verri vegar og við höfum ekki góð ráð til að leysa.Forvarnir Hins vegar er fjöldinn allur af einstaklingum með minnistruflanir sem byggja á sjúkdómum eða vanda sem er hægt að lækna. Því er nauðsynlegt að finna þá og greina rétt svo þeir séu ekki stimplaðir með ólæknandi minnistruflanir. Fólk á öllum aldri getur lent í slíku og þarf ekki að vera nein tenging við öldrun eða hrörnun. Sýkingar eins og heilahimnu- og heilabólgur, lyme-sjúkdómur og ómeðhöndluð sárasótt eru sjaldgæfari vandi. Bætiefnaskortur, eins og lágt B12, B6 og B1, salttruflanir í líkamanum, skjaldkirtilsvandi, eitranir og óhófleg áfengisneysla geta haft veruleg áhrif á minnið og heilastarfsemi almennt. Þá gleymist oft að súrefnisskortur sem getur verið krónískur hefur veruleg áhrif og þar sem hann er líklega mjög algeng orsök og tiltölulega auðmeðhöndlanlegur ætti að muna eftir því hjá þeim sem eru mögulega með kæfisvefn, lungnasjúklingum og auðvitað einnig lengra gengnum hjartasjúklingum með hjartabilun. Það á því við eins og svo oft áður að forvarnir og heilbrigt líferni skipta verulegu máli, líka fyrir heilann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Þegar maður er ungur, sprækur og í blóma lífsins er vanalega ekki mikið verið að eyða tímanum í að hugsa um öldrun eða það að verða gamall. Það er svo margt annað sem fangar hugann. Hið sama gildir alla jafna um sjúkdóma. Það er ekki fyrr en viðkomandi verður veikur eða einhver sem er náinn honum að hann staldrar við og fer að velta hlutunum meira fyrir sér. Það er eðlilegt og kannski bara hollt að hafa ekki of miklar áhyggjur af framtíðinni. Ef maður skoðar allt það sem getur komið upp á gæti það valdið vanlíðan og kvíða sem líklega myndi bara ýta undir heilsuleysi viðkomandi. Sumir segja jafnvel að það sé engu hægt að breyta hvort eð er en þeir hafa rangt fyrir sér. Við getum haft áhrif og við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að viðhalda heilsu og vellíðan. Auðvitað er þó enginn sem stoppar tímann. Eitt af því sem hræðir marga við það að eldast er að verða minnisskertur, vera úti á þekju eins og einhver kallaði það, og þannig ekki lengur eins virkur þátttakandi í daglegu lífi, jafnvel hættulegur sjálfum sér og öðrum og þurfa mikinn stuðning við flestar athafnir daglegs lífs. Alzheimer-sjúkdómur er þarna hvað þekktastur og algengastur. Hann er alla jafna tengdur við þá sem eldri eru, eða yfir 65 ára, þótt hann geti komið fram fyrr. Sá sjúkdómur er ólæknanlegur og vitað fyrir víst að hann þróast á verri veg með tímanum.Greina þarf á milli Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað veldur Alzheimer-sjúkdómi en meirihluti tilfella er samspil erfða, lífsstíls og umhverfisþátta sem með tímanum eyðileggja taugafrumur með þeim afleiðingum að veruleg truflun verður á eðlilegri starfsemi heila og taugakerfis. Þar má nefna einna helst minnistruflanir, erfiðleika við að lesa umhverfi sitt og óáttun, máltruflanir, ritörðugleika auk þess að tapa lesskilningi, að taka órökréttar ákvarðanir, verkstol, kvíða, skapsveiflur, svefntruflanir og ýmislegt fleira sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra finna fyrir. Félagslegur stuðningur auk lyfja, þjálfunar, bætiefna og næringar er þekkt og hafa áhrif en lækna ekki sjúkdóminn, markmiðin eru að stuðla að heilsusamlegra líferni og draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum hjá þessum einstaklingum. Það eru þó fleiri sjúkdómar sem geta valdið minnistruflun sem svipar til Alzheimer-sjúkdóms og þarf að greina þar á milli. Þá er vel þekkt að næstalgengasta ástæða vaxandi minnistruflana er á grunni æðasjúkdóma þar sem æðakölkun leikur aðalhlutverkið. Slíku er hægt að sporna gegn með heilbrigðu líferni og sérstaklega því að reykja ekki. Við vitum að sumir sjúkdómar og áverkar ýta beint eða óbeint undir minnisskerðingu með sjúkdómsgangi sínum og má þar nefna sem dæmi Parkinson-sjúkdóm, HIV-sýkingu, eftirstöðvar höfuðáverka eftir slys og íþróttaiðkun með ítrekuðum höfuðhöggum. Þetta eru allt vandamál sem er erfitt að snúa við, þróast alla jafna til verri vegar og við höfum ekki góð ráð til að leysa.Forvarnir Hins vegar er fjöldinn allur af einstaklingum með minnistruflanir sem byggja á sjúkdómum eða vanda sem er hægt að lækna. Því er nauðsynlegt að finna þá og greina rétt svo þeir séu ekki stimplaðir með ólæknandi minnistruflanir. Fólk á öllum aldri getur lent í slíku og þarf ekki að vera nein tenging við öldrun eða hrörnun. Sýkingar eins og heilahimnu- og heilabólgur, lyme-sjúkdómur og ómeðhöndluð sárasótt eru sjaldgæfari vandi. Bætiefnaskortur, eins og lágt B12, B6 og B1, salttruflanir í líkamanum, skjaldkirtilsvandi, eitranir og óhófleg áfengisneysla geta haft veruleg áhrif á minnið og heilastarfsemi almennt. Þá gleymist oft að súrefnisskortur sem getur verið krónískur hefur veruleg áhrif og þar sem hann er líklega mjög algeng orsök og tiltölulega auðmeðhöndlanlegur ætti að muna eftir því hjá þeim sem eru mögulega með kæfisvefn, lungnasjúklingum og auðvitað einnig lengra gengnum hjartasjúklingum með hjartabilun. Það á því við eins og svo oft áður að forvarnir og heilbrigt líferni skipta verulegu máli, líka fyrir heilann!
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun