Frost keppir um Gylltu hauskúpuna Freyr Bjarnason skrifar 7. október 2013 07:00 Reynir Lyngdal og aðalleikkona Frosts, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, á frumsýningu myndarinnar. fréttablaðið/vilhelm „Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein