Frost keppir um Gylltu hauskúpuna Freyr Bjarnason skrifar 7. október 2013 07:00 Reynir Lyngdal og aðalleikkona Frosts, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, á frumsýningu myndarinnar. fréttablaðið/vilhelm „Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög