Í hvað getum við eytt 12 milljörðum? Mikael Torfason skrifar 7. október 2013 07:00 Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að Landspítalinn fái 600 milljónir til tækjakaupa eins og búið var að lofa. Í raun eru framlög til Landspítala óbreytt milli ára, eða 38,5 milljarðar króna. Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítala, hafði spurnir af þessu og sagði upp áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Nýr forstjóri, Páll Matthíasson, vonar að um misskilning sé að ræða en hans fólk segir að í þessu frumvarpi sé í reynd verið að gera ráð fyrir 1,2-1,7 milljarða niðurskurði ef miðað er við rekstur spítalans á þessu ári. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber sig vel og vonast eftir stuðningi á alþingi við að standa við loforðið um 600 milljónir til tækjakaupa. Það á eftir að koma í ljós. Við krossleggjum fingur. Hins vegar er einn geiri í íslensku samfélagi sem þarf ekki að krossleggja fingur og það er íslenskur landbúnaður. Styrkir hækka um 376 milljónir í nýju fjárlagafrumvarpi og útgjöld á næsta ári verða því um 12,4 milljarðar. Reyndar fylgir það í skýringum við frumvarpið að „þótt útgjöld vegna styrkja til búvöruframleiðslu, það er mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu, aukist um 376 milljónir króna á milli ára, þá hækki heildarfjárveiting til málaflokksins bara um 30 milljónir frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar verðlagsbreytingar“, eins og við sögðum frá í Fréttablaðinu í síðustu viku. Bændur verða því að bíta í það súra epli að fá „aðeins“ 30 milljóna króna hækkun á milli ára, á núvirði. Svo þeir geti viðhaldið kerfi sem enginn virðist græða á, hvorki neytendur né atvinnugreinin sjálf, eins og komið hefur fram í máli Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði. Daði er forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands (framlög til Háskólans lækka um 321,2 milljónir) en hann hefur rannsakað íslenskan landbúnað í mörg ár. Á Stöð 2 í síðasta mánuði sagði hann einmitt afdráttarlaust spurður hvort einhver hagnaðist á þessu kerfi að svo væri ekki. Að hans mati eru það neytendur sem borga fyrir úrelt landbúnaðarkerfi og bændur virðast fastir í fátæktargildru. Þeir mega reyndar ekki heyra minnst á neinar breytingar, þeir bregðast flestir ókvæða við slíku tali. „Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ sagði Daði. Ríkisstyrkir til íslensks landbúnaðar nema 47 prósentum af tekjum greinarinnar. Það er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við og hefur þetta kerfi lengi notið mikils og breiðs stuðnings á alþingi Íslendinga þrátt fyrir að allir tapi. Eða, allir er sennilega ofsagt. Einhverjir hljóta að maka krókinn. Svo mikið er víst. Hér þarf eitthvað undan að láta og mikillar uppstokkunar er þörf. Við eigum að forgangsraða og ráðast í stórfelldan niðurskurð á styrkjum til íslensks landbúnaðar og hugsa þetta kerfi upp á nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að Landspítalinn fái 600 milljónir til tækjakaupa eins og búið var að lofa. Í raun eru framlög til Landspítala óbreytt milli ára, eða 38,5 milljarðar króna. Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítala, hafði spurnir af þessu og sagði upp áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Nýr forstjóri, Páll Matthíasson, vonar að um misskilning sé að ræða en hans fólk segir að í þessu frumvarpi sé í reynd verið að gera ráð fyrir 1,2-1,7 milljarða niðurskurði ef miðað er við rekstur spítalans á þessu ári. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber sig vel og vonast eftir stuðningi á alþingi við að standa við loforðið um 600 milljónir til tækjakaupa. Það á eftir að koma í ljós. Við krossleggjum fingur. Hins vegar er einn geiri í íslensku samfélagi sem þarf ekki að krossleggja fingur og það er íslenskur landbúnaður. Styrkir hækka um 376 milljónir í nýju fjárlagafrumvarpi og útgjöld á næsta ári verða því um 12,4 milljarðar. Reyndar fylgir það í skýringum við frumvarpið að „þótt útgjöld vegna styrkja til búvöruframleiðslu, það er mjólkur-, sauðfjár- og grænmetisframleiðslu, aukist um 376 milljónir króna á milli ára, þá hækki heildarfjárveiting til málaflokksins bara um 30 milljónir frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar verðlagsbreytingar“, eins og við sögðum frá í Fréttablaðinu í síðustu viku. Bændur verða því að bíta í það súra epli að fá „aðeins“ 30 milljóna króna hækkun á milli ára, á núvirði. Svo þeir geti viðhaldið kerfi sem enginn virðist græða á, hvorki neytendur né atvinnugreinin sjálf, eins og komið hefur fram í máli Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði. Daði er forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands (framlög til Háskólans lækka um 321,2 milljónir) en hann hefur rannsakað íslenskan landbúnað í mörg ár. Á Stöð 2 í síðasta mánuði sagði hann einmitt afdráttarlaust spurður hvort einhver hagnaðist á þessu kerfi að svo væri ekki. Að hans mati eru það neytendur sem borga fyrir úrelt landbúnaðarkerfi og bændur virðast fastir í fátæktargildru. Þeir mega reyndar ekki heyra minnst á neinar breytingar, þeir bregðast flestir ókvæða við slíku tali. „Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ sagði Daði. Ríkisstyrkir til íslensks landbúnaðar nema 47 prósentum af tekjum greinarinnar. Það er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við og hefur þetta kerfi lengi notið mikils og breiðs stuðnings á alþingi Íslendinga þrátt fyrir að allir tapi. Eða, allir er sennilega ofsagt. Einhverjir hljóta að maka krókinn. Svo mikið er víst. Hér þarf eitthvað undan að láta og mikillar uppstokkunar er þörf. Við eigum að forgangsraða og ráðast í stórfelldan niðurskurð á styrkjum til íslensks landbúnaðar og hugsa þetta kerfi upp á nýtt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun