Sá hagkvæmasti skorinn mest niður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. október 2013 06:00 Fréttablaðið sagði þá frétt fyrr í vikunni að stjórnendur og foreldrar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík teldu niðurskurð á kostnaði í skólanum kominn að endamörkum og ekki hægt að ganga lengra án þess að það kæmi niður á gæðum þjónustunnar. Þennan söng kannast menn svo sem við úr flestum stofnunum ríkisins undanfarin niðurskurðarár. Sparnaðurinn er alls staðar sagður kominn inn að beini og stjórnendur, skjólstæðingar og velunnarar stofnananna telja að ekki verði meira að gert. Sjálfsagt er það í ýmsum tilvikum rétt. En skoðum þetta tilfelli aðeins betur. Ef rýnt er í tölur fjárlaganna kemur í ljós að árið 2009 var Menntaskólinn í Reykjavík sá framhaldsskóli á landinu sem var hagkvæmastur í rekstri; þar greiddu skattgreiðendur 576 þúsund krónur fyrir menntun hvers nemanda. Það var innan við helmingur þess sem kostaði að mennta hvern nemanda í skóla á borð við Framhaldsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og langt undir meðaltalinu í framhaldsskólum landsins, sem var þá um 827 þúsund krónur á nemanda. Næstu þrjú árin var MR síðan sá framhaldsskóli þar sem framlög á hvern nemanda voru skorin mest niður! Árið 2012 voru þau komin í 551 þúsund krónur, en landsmeðaltalið hafði hins vegar hækkað í 882 þúsund á nemanda, enda fengu margir skólar hækkun á framlögum á þessu tímabili. Þetta er athyglisverð niðurstaða, ekki sízt í ljósi þess að MR hefur um árabil verið í hópi þeirra framhaldsskóla sem ná beztum árangri, til dæmis þegar horft er til gengis nemenda skólans í háskólum, í alþjóðlegri keppni á sviði raungreina og á ýmsum öðrum vettvangi. Skólinn leggur áherzlu á framúrskarandi kennslu í raungreinum, sem er einmitt það sem atvinnulífið hefur kallað eftir. Yfirvöld menntamála beittu hins vegar ekki einu sinni flötum niðurskurði, heldur skáru mest niður hjá skólanum þar sem skattgreiðendur fá einna mest fyrir peningana. Ekki virðist hafa verið gerð sú krafa til annarra að þeir reyndu að ná sama árangri með jafnlitlum peningum. Enginn reyndi heldur að komast að því hvað stjórnendur MR væru að gera rétt og aðrir gætu þá lært af þeim. Þetta er dálítið öfgakennt dæmi, en það sama á því miður við víða annars staðar í ríkisrekstrinum. Stjórnendur vel rekinna stofnana, sem fara vel með fé skattgreiðenda og halda sig innan fjárlaga, eru beðnir að skera meira niður – kannski af því að ráðuneytin hafa trú á að þeir geti það. Lélegir stjórnendur, sem árum saman fara fram úr heimildum og fara illa með fé, eru verðlaunaðir með aukaframlögum og fá að halda vinnunni sinni. Bæði í mennta- og heilbrigðismálum virðast stjórnvöld hafa verið ákaflega lítið með hugann við mælingar á afköstum stofnananna, gæðum þjónustu og því sem skattgreiðendur fá fyrir peningana sína, en þeim mun uppteknari af til dæmis byggðapólitískum sjónarmiðum, sem leiða af sér að litlum, óhagkvæmum stofnunum er dreift um landið. Ef ríkisstjórninni er alvara með að ætla að auka agann í ríkisfjármálunum þarf þetta að breytast. Fjárveitingar til stofnana eiga að vera tengdar afköstum og gæðum og það á að yfirfæra stjórnarhætti þeirra sem reka ríkisstofnanir með hagkvæmustum hætti yfir á aðrar stofnanir, í stað þess að refsa sífellt þeim sem standa sig vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Fréttablaðið sagði þá frétt fyrr í vikunni að stjórnendur og foreldrar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík teldu niðurskurð á kostnaði í skólanum kominn að endamörkum og ekki hægt að ganga lengra án þess að það kæmi niður á gæðum þjónustunnar. Þennan söng kannast menn svo sem við úr flestum stofnunum ríkisins undanfarin niðurskurðarár. Sparnaðurinn er alls staðar sagður kominn inn að beini og stjórnendur, skjólstæðingar og velunnarar stofnananna telja að ekki verði meira að gert. Sjálfsagt er það í ýmsum tilvikum rétt. En skoðum þetta tilfelli aðeins betur. Ef rýnt er í tölur fjárlaganna kemur í ljós að árið 2009 var Menntaskólinn í Reykjavík sá framhaldsskóli á landinu sem var hagkvæmastur í rekstri; þar greiddu skattgreiðendur 576 þúsund krónur fyrir menntun hvers nemanda. Það var innan við helmingur þess sem kostaði að mennta hvern nemanda í skóla á borð við Framhaldsskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu og langt undir meðaltalinu í framhaldsskólum landsins, sem var þá um 827 þúsund krónur á nemanda. Næstu þrjú árin var MR síðan sá framhaldsskóli þar sem framlög á hvern nemanda voru skorin mest niður! Árið 2012 voru þau komin í 551 þúsund krónur, en landsmeðaltalið hafði hins vegar hækkað í 882 þúsund á nemanda, enda fengu margir skólar hækkun á framlögum á þessu tímabili. Þetta er athyglisverð niðurstaða, ekki sízt í ljósi þess að MR hefur um árabil verið í hópi þeirra framhaldsskóla sem ná beztum árangri, til dæmis þegar horft er til gengis nemenda skólans í háskólum, í alþjóðlegri keppni á sviði raungreina og á ýmsum öðrum vettvangi. Skólinn leggur áherzlu á framúrskarandi kennslu í raungreinum, sem er einmitt það sem atvinnulífið hefur kallað eftir. Yfirvöld menntamála beittu hins vegar ekki einu sinni flötum niðurskurði, heldur skáru mest niður hjá skólanum þar sem skattgreiðendur fá einna mest fyrir peningana. Ekki virðist hafa verið gerð sú krafa til annarra að þeir reyndu að ná sama árangri með jafnlitlum peningum. Enginn reyndi heldur að komast að því hvað stjórnendur MR væru að gera rétt og aðrir gætu þá lært af þeim. Þetta er dálítið öfgakennt dæmi, en það sama á því miður við víða annars staðar í ríkisrekstrinum. Stjórnendur vel rekinna stofnana, sem fara vel með fé skattgreiðenda og halda sig innan fjárlaga, eru beðnir að skera meira niður – kannski af því að ráðuneytin hafa trú á að þeir geti það. Lélegir stjórnendur, sem árum saman fara fram úr heimildum og fara illa með fé, eru verðlaunaðir með aukaframlögum og fá að halda vinnunni sinni. Bæði í mennta- og heilbrigðismálum virðast stjórnvöld hafa verið ákaflega lítið með hugann við mælingar á afköstum stofnananna, gæðum þjónustu og því sem skattgreiðendur fá fyrir peningana sína, en þeim mun uppteknari af til dæmis byggðapólitískum sjónarmiðum, sem leiða af sér að litlum, óhagkvæmum stofnunum er dreift um landið. Ef ríkisstjórninni er alvara með að ætla að auka agann í ríkisfjármálunum þarf þetta að breytast. Fjárveitingar til stofnana eiga að vera tengdar afköstum og gæðum og það á að yfirfæra stjórnarhætti þeirra sem reka ríkisstofnanir með hagkvæmustum hætti yfir á aðrar stofnanir, í stað þess að refsa sífellt þeim sem standa sig vel.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun