Endurlífgun eða ekki Teitur Guðmundsson skrifar 1. október 2013 07:57 Við erum stödd á sjúkrahúsi þar sem liggja margir sjúklingar með ýmis vandamál, sumir liggja á venjulegri deild, þeir veikari á gjörgæsludeildinni undir stöðugu eftirliti og bundnir við tæki sem pípa ef eitthvað fer úrskeiðis. Ákvarðanir eru teknar á öllum deildum spítalans á hverjum degi um það hvernig meðferð skuli háttað og hvaða rannsóknir einstaklingar eigi að undirgangast, annaðhvort til þess að staðfesta eða hrekja greiningu þá sem unnið er með hverju sinni eða til þess að fylgjast með því að sú meðferð sem veitt er sé að skila árangri. Inngripin eru margvísleg, allt frá því að gefa töflur til þess að skera fólk upp eða gefa því geislameðferð vegna illkynja sjúkdóms. Markmiðið er að skila þessum einstaklingum aftur út í samfélagið til þess að þeir geti notið lífsins áfram, en líka til þess að þeir haldi áfram að vera nýtir þjóðfélagsþegnar og geti lagt sitt af mörkum, í hverju sem það kann að felast.Nauðsynlegur spítali Ekki er gerður neinn greinarmunur á efnahag, menntun, kyni eða aldri þeirra sem leita á þennan spítala. Þar er að finna öflugt fagfólk sem vinnur þverfaglega og í teymi að því að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni, með sama markmið fyrir alla, að líkna þeim og lækna þá sem þangað leita. Eðlilega eru hæðir og lægðir í slíku starfi og þeir sem standa á gólfinu eru á stundum örþreyttir og teygðir en þeir gefa samt sitt besta, annað er ekki í boði. Þetta er landsliðið, þangað leita allir sem ekki geta fengið þjónustu annars staðar. Það að reyna ekki er ekki til í orðabók þeirra sem þarna starfa og gildir einu hvert vandamálið er. Stundum tapar maður orrustu og lýtur í lægri hlut fyrir þeim sem kemur að sækja viðkomandi. Sumir tengja slíkt við trúarbrögð, aðrir við gang lífsins. En viðureignirnar eru svo miklu, miklu fleiri sem vinnast á hverjum degi og það skapar ánægju og vissu um það að starfið skiptir máli sem unnið er á þessum spítala. Þegnar landsins eru sammála því að þessi spítali eigi rétt á sér, hann sé hreinlega nauðsynlegur, og þeir styðja ötullega við bakið á honum með því að gefa gjafir og fé og borga skattana sína, enda vita þeir ekki hvenær þeir kynnu að þurfa á þjónustu hans að halda. Þetta er eins konar trygging fyrir því að hann haldi áfram sínu öfluga starfi, mennti heilbrigðisstarfsfólk á heimsmælikvarða og stundi vísindastarf af hæsta gæðaflokki með fjölda ritrýndra greina í tímaritum víða um heim. Spítalinn er næsta sjálfbær og getur sinnt öllum þeim verkum sem til er ætlast af honum og býr yfir öflugum tækjakosti til þess að tryggja að svo sé. Hann getur gert allar þær rannsóknir sem þarf til þess að vel menntaðir og eftirsóknarverðir starfskraftar hans geti sinnt sjúklingunum á sem bestan hátt og tryggt öryggi þeirra. Spítalinn er eftirsóknarverður vinnustaður.Ekkert má út af bregða Það er nánast ekki til sá einstaklingur í þjóðfélaginu sem hefur ekki fengið að kynnast með beinum eða óbeinum hætti því sem fram fer innan veggja spítalans, annaðhvort sem sjúklingur eða aðstandandi. Það er tilfinningalegur rússibani sem einkennir þessi samskipti oft á tíðum og er heiðarleiki og gagnsæi aðalsmerki þeirrar þjónustu sem hann veitir af bestu getu hverju sinni. Þegar á móti blæs standa menn saman um að leysa úr þeim vanda sem upp kemur, hversu smávægilegur sem hann kann að vera, og tala saman. Sú samfélagslega ábyrgð sem hvílir á herðum ráðamanna, stjórnenda, starfsfólks og almennings er öllum ljós. Í þessum pistli er rætt um ímyndaðan spítala og nauðsyn þess að taka rökréttar ákvarðanir hverju sinni með hag sjúklingsins að leiðarljósi. Starfsemi spítalans snýst nefnilega eingöngu um það að líkna og lækna, um það ríkir víðtæk sátt í samfélagi þessa spítala. Þegar læknar taka ákvarðanir um endurlífgun byggir það á líkum á árangri og því hversu lífvænlegur sjúklingurinn er. Stundum tekur maður ákvörðun um að hætta. Ef við yfirfærum þessa myndlíkingu á Landspítalann erum við núna í miðri endurlífgun og það má ekkert út af bregða því þá missum við sjúklinginn. Adrenalín! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Við erum stödd á sjúkrahúsi þar sem liggja margir sjúklingar með ýmis vandamál, sumir liggja á venjulegri deild, þeir veikari á gjörgæsludeildinni undir stöðugu eftirliti og bundnir við tæki sem pípa ef eitthvað fer úrskeiðis. Ákvarðanir eru teknar á öllum deildum spítalans á hverjum degi um það hvernig meðferð skuli háttað og hvaða rannsóknir einstaklingar eigi að undirgangast, annaðhvort til þess að staðfesta eða hrekja greiningu þá sem unnið er með hverju sinni eða til þess að fylgjast með því að sú meðferð sem veitt er sé að skila árangri. Inngripin eru margvísleg, allt frá því að gefa töflur til þess að skera fólk upp eða gefa því geislameðferð vegna illkynja sjúkdóms. Markmiðið er að skila þessum einstaklingum aftur út í samfélagið til þess að þeir geti notið lífsins áfram, en líka til þess að þeir haldi áfram að vera nýtir þjóðfélagsþegnar og geti lagt sitt af mörkum, í hverju sem það kann að felast.Nauðsynlegur spítali Ekki er gerður neinn greinarmunur á efnahag, menntun, kyni eða aldri þeirra sem leita á þennan spítala. Þar er að finna öflugt fagfólk sem vinnur þverfaglega og í teymi að því að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni, með sama markmið fyrir alla, að líkna þeim og lækna þá sem þangað leita. Eðlilega eru hæðir og lægðir í slíku starfi og þeir sem standa á gólfinu eru á stundum örþreyttir og teygðir en þeir gefa samt sitt besta, annað er ekki í boði. Þetta er landsliðið, þangað leita allir sem ekki geta fengið þjónustu annars staðar. Það að reyna ekki er ekki til í orðabók þeirra sem þarna starfa og gildir einu hvert vandamálið er. Stundum tapar maður orrustu og lýtur í lægri hlut fyrir þeim sem kemur að sækja viðkomandi. Sumir tengja slíkt við trúarbrögð, aðrir við gang lífsins. En viðureignirnar eru svo miklu, miklu fleiri sem vinnast á hverjum degi og það skapar ánægju og vissu um það að starfið skiptir máli sem unnið er á þessum spítala. Þegnar landsins eru sammála því að þessi spítali eigi rétt á sér, hann sé hreinlega nauðsynlegur, og þeir styðja ötullega við bakið á honum með því að gefa gjafir og fé og borga skattana sína, enda vita þeir ekki hvenær þeir kynnu að þurfa á þjónustu hans að halda. Þetta er eins konar trygging fyrir því að hann haldi áfram sínu öfluga starfi, mennti heilbrigðisstarfsfólk á heimsmælikvarða og stundi vísindastarf af hæsta gæðaflokki með fjölda ritrýndra greina í tímaritum víða um heim. Spítalinn er næsta sjálfbær og getur sinnt öllum þeim verkum sem til er ætlast af honum og býr yfir öflugum tækjakosti til þess að tryggja að svo sé. Hann getur gert allar þær rannsóknir sem þarf til þess að vel menntaðir og eftirsóknarverðir starfskraftar hans geti sinnt sjúklingunum á sem bestan hátt og tryggt öryggi þeirra. Spítalinn er eftirsóknarverður vinnustaður.Ekkert má út af bregða Það er nánast ekki til sá einstaklingur í þjóðfélaginu sem hefur ekki fengið að kynnast með beinum eða óbeinum hætti því sem fram fer innan veggja spítalans, annaðhvort sem sjúklingur eða aðstandandi. Það er tilfinningalegur rússibani sem einkennir þessi samskipti oft á tíðum og er heiðarleiki og gagnsæi aðalsmerki þeirrar þjónustu sem hann veitir af bestu getu hverju sinni. Þegar á móti blæs standa menn saman um að leysa úr þeim vanda sem upp kemur, hversu smávægilegur sem hann kann að vera, og tala saman. Sú samfélagslega ábyrgð sem hvílir á herðum ráðamanna, stjórnenda, starfsfólks og almennings er öllum ljós. Í þessum pistli er rætt um ímyndaðan spítala og nauðsyn þess að taka rökréttar ákvarðanir hverju sinni með hag sjúklingsins að leiðarljósi. Starfsemi spítalans snýst nefnilega eingöngu um það að líkna og lækna, um það ríkir víðtæk sátt í samfélagi þessa spítala. Þegar læknar taka ákvarðanir um endurlífgun byggir það á líkum á árangri og því hversu lífvænlegur sjúklingurinn er. Stundum tekur maður ákvörðun um að hætta. Ef við yfirfærum þessa myndlíkingu á Landspítalann erum við núna í miðri endurlífgun og það má ekkert út af bregða því þá missum við sjúklinginn. Adrenalín!
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun