Upplagt að nota Meistaramánuð til að hætta 30. september 2013 21:00 Teitur segir málið snúast um að taka ákvörðun og standa við hana. Til þess eru ýmis ráð. Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“En hvernig á að bera sig að við að hætta?„Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótínþörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótínviðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínviðtökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótínviðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“ Meistaramánuður Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Fjórtán prósent Íslendinga reykja daglega samkvæmt nýlegri könnun Landlæknisembættisins. Teitur Guðmundsson læknir segir nákvæmlega ekkert jákvætt við það að reykja og finnst upplagt að reykingamenn noti meistaramánuð og önnur álíka tilefni til að hætta. „Ef horft er til sjúkdóma eru reykingar einn mesti skaðvaldur sem til er en auk þess hafa þær í för með sér ýmis önnur vandamál eins og vonda líkamslykt og andfýlu.“En hvernig á að bera sig að við að hætta?„Fyrst þarf að taka ákvörðun um að hætta. Sama hvernig fólk fer að þurfa allir að taka þessa ákvörðun og standa við hana. Oft verður eitthvað til þess að fólk ákveður allt í einu að nú sé komið nóg. Má þar nefna ef viðkomandi finnur fyrir einkennum sem hann rekur til reykinga eða ef einhver nákominn veikist af völdum reykinga,“ segir Teitur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin þarf að ákveða tíma eða tímabil til að hætta. „Best er að fjarlægja allt sem minnir á reykingarnar úr umhverfinu. Eins er gott að gera aðstandendum og vinnufélögum viðvart og biðja þá um að styðja sig.“ Reykingar eru að sögn Teits að stórum hluta vani og þarf að skapa nýjar venjur. „Hreyfing gerir mikið gagn og eins gagnast mörgum að fá sér sítrusávexti, vatn eða tyggjó þegar reykingaþörfin gerir vart við sig. Þá þarf að gera ráðstafanir þegar kemur að aukaáreiti eins og skemmtunum og getur til að mynda verið ráð að draga úr áfengisdrykkju enda getur hún ýtt undir reykingaþörf.“ Mörgum hefur gagnast að nota lyf til að hætta að reykja. „Þetta eru annars vegar nikótínlyf eins og tyggjó, sprey og plástrar sem eru notuð þegar nikótínþörfin kemur upp og hins vegar lyf sem draga úr nikótínþörfinni. Zyban er gamalt geðlyf sem hefur verið notað í þessum tilgangi en það hefur þá aukaverkun að nikótínþörfin minnkar og fólk verður afhuga reykingum. Nýrra lyf er Chanpix. Það blokkerar nikótínviðtakana í heilanum en sá sem reykir býr til meira af nikótínviðtökum sem aftur leysa úr læðingi dópamín sem veldur hluta af þeirri vellíðan sem reykingamenn sækjast eftir. Lyfið sest á nikótínviðtakana sem gerir það að verkum að nikótínið kemst ekki að. Það framkallar engu að síður dópamín og menn finna því síður fyrir fráhvarfseinkennum. Teitur segir að hættan á að falla sé mest fyrstu sex mánuðina. „Haldi fólk það út eru ágætar líkur á að því takist alfarið að hætta.“
Meistaramánuður Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira