Drake í fótspor tveggja risa Freyr Bjarnason skrifar 26. september 2013 08:00 Þriðja plata kanadíska rapparans Drake, Nothing Was The Same, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar tveggja annarra platna sem komu út í sumar sem flestir rappáhugamenn biðu einnig spenntir eftir, Yeezus með Kanye West og Magna Carta Holy Grail með Jay Z. Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertainment, Cash Money Records og Universal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gestarappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Einnig syngur Majid Jordan í smáskífulaginu Hold On, We"re Going Home. Tvö önnur lög hafa komið út á smáskífum, Started From the Bottom og All Me, þar sem 2 Chainz og Big Sean syngja. Drake er frá borginni Toronto og verður 27 ára í næsta mánuð. Hann varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy Brooks í kanadísku unglingaþáttunum Degrassi: The Next Generation. Árið 2006 steig hann fram á sjónarsviðið sem rappari og R&B-söngvari, fyrst með laginu Replacement Girl. Brátt var hann orðinn einn umtalaðasti listamaðurinn í hip hop-bransanum án útgáfusamnings. Ekki skemmdi fyrir að hann naut stuðnings risanna Kanye West, Jay Z og Lil Wayne. Sumarið 2009 komst smáskífulag Drake, Best I Ever Had, í annað sæti Billboard-listans í flokki R&B- og hip hop-tónlistar. Útgáfufyrirtækið Universal Motown tryggði sér krafta hans og gaf út EP-plötuna So Far Gone sem fékk mjög góðar viðtökur. Enn betri hlaut fyrsta stóra platan, Thank Me Later, þar sem Alicia Keys, Jay Z og Lil Wayne voru á meðal gesta. Hún fór beint á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum. Sú næsta, Take Care, kom út 2011 og fór einnig á toppinn hjá Billboard og tryggði Drake að auki Grammy-verðlaunin. Sú plata festi hann í sessi sem einn vinsælasta tónlistarmann Kanada. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma bæði hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10. Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þriðja plata kanadíska rapparans Drake, Nothing Was The Same, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar tveggja annarra platna sem komu út í sumar sem flestir rappáhugamenn biðu einnig spenntir eftir, Yeezus með Kanye West og Magna Carta Holy Grail með Jay Z. Nothing Was The Same kemur út á vegum Young Money Entertainment, Cash Money Records og Universal Republic. Við upptökurnar fékk Drake til liðs við sig hóp gestarappara, eða 2 Chainz, Big Sean, Jay Z, Jhené Aiko og Sampha. Einnig syngur Majid Jordan í smáskífulaginu Hold On, We"re Going Home. Tvö önnur lög hafa komið út á smáskífum, Started From the Bottom og All Me, þar sem 2 Chainz og Big Sean syngja. Drake er frá borginni Toronto og verður 27 ára í næsta mánuð. Hann varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jimmy Brooks í kanadísku unglingaþáttunum Degrassi: The Next Generation. Árið 2006 steig hann fram á sjónarsviðið sem rappari og R&B-söngvari, fyrst með laginu Replacement Girl. Brátt var hann orðinn einn umtalaðasti listamaðurinn í hip hop-bransanum án útgáfusamnings. Ekki skemmdi fyrir að hann naut stuðnings risanna Kanye West, Jay Z og Lil Wayne. Sumarið 2009 komst smáskífulag Drake, Best I Ever Had, í annað sæti Billboard-listans í flokki R&B- og hip hop-tónlistar. Útgáfufyrirtækið Universal Motown tryggði sér krafta hans og gaf út EP-plötuna So Far Gone sem fékk mjög góðar viðtökur. Enn betri hlaut fyrsta stóra platan, Thank Me Later, þar sem Alicia Keys, Jay Z og Lil Wayne voru á meðal gesta. Hún fór beint á topp Billboard-listans í Bandaríkjunum. Sú næsta, Take Care, kom út 2011 og fór einnig á toppinn hjá Billboard og tryggði Drake að auki Grammy-verðlaunin. Sú plata festi hann í sessi sem einn vinsælasta tónlistarmann Kanada. Platan Nothing Was The Same hefur fengið mjög góða dóma bæði hjá Rolling Stone og Pitchfork. Fyrrnefnda tímaritið gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en síðarnefnda vefsíðan gefur henni 8,6 af 10.
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira