Tríó Sunnu Gunnlaugs túrar um landið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. september 2013 11:00 Áfangastaðirnir í túrnum eru Reykjavík, Grindavík, Akureyri og Ísafjörður .Mynd/Hörður Sveinsson Diskurinn kom reyndar út í júlí en við vorum öll úti um hvippinn og hvappinn þannig að við náðum ekki að halda neina tónleika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð hvað valdi því að tríó hennar er að leggja upp í tónleikaferð um landið til að kynna diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof í erlendum tónlistartímaritum undanfarið. Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti í kvöld og þar verður tríóið aftur annað kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og viðkomustaðirnir eru Grindavík, Akureyri og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika á Íslandi, þannig að það var kominn tími til að leyfa fólki að heyra í okkur.“ Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum Scott McLemore, sem er trommuleikari tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti, ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti heldur en hérna heima. Við erum einmitt að fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til að kynna nýja diskinn og svo erum við að vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir næsta sumar.“ Distilled hefur eins og áður sagði hlotið einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn af tíu bestu diskum septembermánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera „sérlega smekklegan píanista“ og diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir „stemningu disksins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á væntanlegum tónleikum ættu því að eiga von á góðu. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Diskurinn kom reyndar út í júlí en við vorum öll úti um hvippinn og hvappinn þannig að við náðum ekki að halda neina tónleika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð hvað valdi því að tríó hennar er að leggja upp í tónleikaferð um landið til að kynna diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof í erlendum tónlistartímaritum undanfarið. Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti í kvöld og þar verður tríóið aftur annað kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og viðkomustaðirnir eru Grindavík, Akureyri og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika á Íslandi, þannig að það var kominn tími til að leyfa fólki að heyra í okkur.“ Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum Scott McLemore, sem er trommuleikari tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti, ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti heldur en hérna heima. Við erum einmitt að fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til að kynna nýja diskinn og svo erum við að vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir næsta sumar.“ Distilled hefur eins og áður sagði hlotið einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn af tíu bestu diskum septembermánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera „sérlega smekklegan píanista“ og diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir „stemningu disksins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á væntanlegum tónleikum ættu því að eiga von á góðu.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira