Súrsæt skrímsli í lestinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2013 12:00 "Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis,“ segir Agnes um efni bókarinnar. Við byrjum að sýna í Pleasance Islington í kvöld og sýnum fimm sinnum, sem er mjög spennandi,“ segir Agnes Wild, sem leikstýrir sýningunni Play for September sem hlaut NSDF-verðlaunin sem besta nemendaleiksýningin á Edinborgarhátíðinni í sumar, en hluti verðlaunanna fólst einmitt í því að fá aðstöðu til sýninga í leikhúsinu í London. Agnes útskrifaðist úr leikaranámi frá East 15 Acting School í London í júní. Hvernig kom það til að hún gerðist leikstjóri sýningarinnar? „Ég var búin að vera að leikstýra dálítið á Íslandi, mestmegnis börnum og unglingum, en þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem heitir Acting and Contemporary Theatre og lokaverkefnið okkar á þeirri braut var að skrifa leikrit og setja það upp sem leikhópur. Vinkona mín skrifaði þetta leikrit og ég sá strax að ég gæti ekki leikið í því þar sem persónurnar eiga að vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo unglega út. En mig langaði óskaplega að taka þátt í sýningunni, bað um að fá að leikstýra henni og það var samþykkt.“ Agnes er 24 ára gömul og lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra því á næstu vikum kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt skrímsli, út hjá bókaútgáfunni Draumsýn. Þetta er barnabók með teikningum eftir skólasystur Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig stóð á því að hún fór að skrifa bók í miðju leiklistarnáminu? „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis. Ég byrjaði að fikta við að setja þetta saman í lestinni á leiðinni í skólann bara af einmanaleika. Þetta er hress og skemmtileg bók sem á að kenna krökkunum eitthvað um það hvernig best er að haga sér en þó fyrst og fremst að njóta íslenskunnar. Skemmta sér við að ríma og njóta þess sem ljóðformið býður upp á.“ Þig langar ekki að skrifa leikrit upp úr bókinni? „Jú, kannski, en draumurinn er að úr þessu verði teiknimyndir fyrir sjónvarp. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við byrjum að sýna í Pleasance Islington í kvöld og sýnum fimm sinnum, sem er mjög spennandi,“ segir Agnes Wild, sem leikstýrir sýningunni Play for September sem hlaut NSDF-verðlaunin sem besta nemendaleiksýningin á Edinborgarhátíðinni í sumar, en hluti verðlaunanna fólst einmitt í því að fá aðstöðu til sýninga í leikhúsinu í London. Agnes útskrifaðist úr leikaranámi frá East 15 Acting School í London í júní. Hvernig kom það til að hún gerðist leikstjóri sýningarinnar? „Ég var búin að vera að leikstýra dálítið á Íslandi, mestmegnis börnum og unglingum, en þegar ég flutti út fór ég í kúrs sem heitir Acting and Contemporary Theatre og lokaverkefnið okkar á þeirri braut var að skrifa leikrit og setja það upp sem leikhópur. Vinkona mín skrifaði þetta leikrit og ég sá strax að ég gæti ekki leikið í því þar sem persónurnar eiga að vera 14 ára og ég lít ekki alveg svo unglega út. En mig langaði óskaplega að taka þátt í sýningunni, bað um að fá að leikstýra henni og það var samþykkt.“ Agnes er 24 ára gömul og lætur sér ekki nægja að leika og leikstýra því á næstu vikum kemur fyrsta bók hennar, Súrsæt skrímsli, út hjá bókaútgáfunni Draumsýn. Þetta er barnabók með teikningum eftir skólasystur Agnesar, Lucy Townsend. Hvernig stóð á því að hún fór að skrifa bók í miðju leiklistarnáminu? „Þetta eru vísur um alls kyns skrímsli sem verða á vegi okkar, eins og táfýluskrímsli, tölvuskrímsli og svo framvegis. Ég byrjaði að fikta við að setja þetta saman í lestinni á leiðinni í skólann bara af einmanaleika. Þetta er hress og skemmtileg bók sem á að kenna krökkunum eitthvað um það hvernig best er að haga sér en þó fyrst og fremst að njóta íslenskunnar. Skemmta sér við að ríma og njóta þess sem ljóðformið býður upp á.“ Þig langar ekki að skrifa leikrit upp úr bókinni? „Jú, kannski, en draumurinn er að úr þessu verði teiknimyndir fyrir sjónvarp. Vonandi rætist sá draumur einhvern tíma.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira