Brjóstagjöf og samlífi Sigga Dögg skrifar 19. september 2013 11:00 Brjóstagjöf getur verið þreytandi og krefjandi fyrir mæður. Nordicphtos/getty SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
SPURNING: Ég er með spurningu um brjóstagjöf. Við konan mín eignuðumst barn fyrir stuttu og barnið er á brjósti. Brjóstagjöfin gengur bara þokkalega, smá hnökrar fyrst en gengur nú vel en ég verð að játa að mér þykir þetta svolítið spennandi (smá æsandi stundum) að sjá hana og brjóstin í þessu nýja hlutverki og ég er forvitinn um hvernig þetta er. Get ég talað um þetta við hana? Jafnvel fengið að prófa eða er þetta bara fáránlegt?SVAR: Brjóstagjöf er ákaflega áhugavert tímabil. Brjóstin tútna út af mjólk og verða stór og stinn og svo sprautast úr þeim hvítur vökvi í allar áttir. Ég man eftir miklum umræðum í einum Friends-þætti þar sem Ross smakkaði brjóstamjólk (reyndar úr pela) og skolaði henni niður með kexkökum. Þar sem ég hef í tvígang verið með barn á brjósti þá kemur þessi umræða alltaf upp, bæði útlit brjóstanna og svo hvort eigi ekki að smakka á henni.Þá veit ég um maka sem hafa þurft að tappa af stútfullum, glerhörðum brjóstum. Þó er þetta ekki tengt kynferðislegri örvun, meira forvitni eins og þú spyrð um. Þó eru til hópar af fólki sem er með ákveðið blæti fyrir brjóstagjöf og stundar hana í sínu kynlífi (löngu eftir að börnin eru hætt á brjósti) en það er ekki það sem þú ert að spyrja um, held ég. Sumum mökum þykir konan munúðarfull með þennan nýja líkama, í þessu nýja mikilvæga hlutverki. Þetta á þó ekki alltaf við um konurnar. Brjóstagjöf er krefjandi og getur verið þreytandi, bæði fyrir sál og líkama. Konum líður oft illa með líkama sinn eftir fæðingu og kvarta oft undan kyndeyfð (minni kynlöngun) og jafnvel leggangaþurrki. Því getur samlíf pars á tíma brjóstagjafarinnar verið misjafnt þar sem fleiri áhrifavaldar teljast til, ásamt því að hugsa um lítið barn. Ég legg því til að þú ræðir þetta við hana. Hjá sumum konum lekur brjóstamjólk við kynferðislega örvun og það gæti verið örvandi fyrir ykkur bæði, ef hún er til í að stunda kynlíf með þér. Eins og ég segi, þetta er krefjandi tímabil fyrir móðurina svo endilega sýndu henni smá aukaskammt af þolinmæði og stuðning en umfram allt, talið saman. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira