Minning Hallsteins heiðruð með sýningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2013 12:00 Borgarfjarðar Guðrún Jónsdóttir forstöðukona við mynd af Hallsteini, mótaðri í stein af Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara. Hallsteinn Sveinsson átti verk eftir marga merkustu myndlistarmenn þjóðarinnar á síðustu öld. Á ævikvöldi sínu gaf hann okkur Borgfirðingum þau og sú gjöf verður ekki metin til fjár. Við höfum sett upp minningarsýningu honum til heiðurs á hundrað og tíu ára afmæli hans. Þar leggjum við sérstaka áherslu á listina, hugsjónir hans og persónuleika, handverk og muni,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 17.30 í dag. Myndir eftir Kjarval, Hafstein Austmann, Pál Guðmundsson á Húsafelli, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson og fleiri eru á sýningunni enda segir Guðrún Hallstein hafa laðað að sér listamenn. „Margir kannast við frásagnir af Erlendi í Unuhúsi sem var listamönnum stoð og stytta. Hallsteinn var svipaðrar gerðar. Hann var með innrömmunarverkstæði og laðaði að sér listamenn sem létu hann hafa verk eftir sig sem vinnulaun. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og höggmyndum.“ Hallsteinn var einn af ellefu systkinum. Nafnkunnast þeirra er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Hann fær sinn sess á sýningunni í Safnahúsinu enda var veigamikill þáttur í hugsjón Hallsteins að miðla verkum Ásmundar í Borgarfjörð. Hallsteinn átti stóran þátt í að verkið Sonartorrek var sett upp við Borg á Mýrum árið 1985. Með listaverkagjöf sinni lagði Hallsteinn grunn að Listasafni Borgarness. Hann bjó síðustu æviár sín á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann var einnig með smíðaverkstæði. Sýningin í Safnahúsinu mun standa fram til loka janúar 2014. Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hallsteinn Sveinsson átti verk eftir marga merkustu myndlistarmenn þjóðarinnar á síðustu öld. Á ævikvöldi sínu gaf hann okkur Borgfirðingum þau og sú gjöf verður ekki metin til fjár. Við höfum sett upp minningarsýningu honum til heiðurs á hundrað og tíu ára afmæli hans. Þar leggjum við sérstaka áherslu á listina, hugsjónir hans og persónuleika, handverk og muni,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem þar verður opnuð klukkan 17.30 í dag. Myndir eftir Kjarval, Hafstein Austmann, Pál Guðmundsson á Húsafelli, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson og fleiri eru á sýningunni enda segir Guðrún Hallstein hafa laðað að sér listamenn. „Margir kannast við frásagnir af Erlendi í Unuhúsi sem var listamönnum stoð og stytta. Hallsteinn var svipaðrar gerðar. Hann var með innrömmunarverkstæði og laðaði að sér listamenn sem létu hann hafa verk eftir sig sem vinnulaun. Meðal þess sem sjá má á sýningunni er hvernig þeir myndgerðu þennan hollvin sinn í teikningum, málverkum og höggmyndum.“ Hallsteinn var einn af ellefu systkinum. Nafnkunnast þeirra er Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Hann fær sinn sess á sýningunni í Safnahúsinu enda var veigamikill þáttur í hugsjón Hallsteins að miðla verkum Ásmundar í Borgarfjörð. Hallsteinn átti stóran þátt í að verkið Sonartorrek var sett upp við Borg á Mýrum árið 1985. Með listaverkagjöf sinni lagði Hallsteinn grunn að Listasafni Borgarness. Hann bjó síðustu æviár sín á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann var einnig með smíðaverkstæði. Sýningin í Safnahúsinu mun standa fram til loka janúar 2014.
Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira