Gera þetta almennilega Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. september 2013 09:06 Aldrei hafa verið fleiri börn af erlendum uppruna í skóla á Íslandi en nú. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarráðs, sem Fréttablaðið sagði frá í gær, kemur fram að nú eru um tólf prósent þriggja ára barna með annað móðurmál en íslenzku. Ef litið er á hóp leikskólabarna í heild eru þar ellefu prósent með erlent móðurmál. Þessi stóra breyting hefur orðið á tiltölulega skömmum tíma, rúmlega áratug. Frá aldamótum hefur fjöldi barna með erlent ríkisfang í leikskólum sjöfaldazt. Í skýrslunni er bent á að þessi þróun sé áskorun fyrir menntakerfið og reyna muni á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir það tók Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, í samtali við Fréttablaðið. Hann benti á að hærra hlutfalli tvítyngdra barna fylgdi aukinn kostnaður fyrir skólana og sérhæfingu og mannafla þyrfti til að fást við börn með annað móðurmál en íslenzku. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Hvað þýðir að gera þetta almennilega? Það getur þurft túlk til að tala við foreldra barna sem eiga sér annað móðurmál en íslenzku. Börnin sjálf þurfa sérstakan stuðning. Þau geta þurft aðstoð í íslenzkunámi og svo skiptir ekki síður máli að þau fái haldgóða kennslu og þjálfun í eigin móðurmáli, því að það er lykillinn að því að þau nái tökum á íslenzkunni og öðrum tungumálum. Fram á það hafa ótal rannsóknir sýnt. Peningar til slíkrar stuðningsþjónustu eru af skornum skammti. Sums staðar er aðgangurinn að nauðsynlegri sérþekkingu líka takmarkaður, jafnvel þar sem hlutfall innflytjendabarna er einna hæst eins og til dæmis á Vestfjörðum. Samt er mikilvægt að standa almennilega að stuðningi við börn innflytjenda. Ástæðurnar má meðal annars lesa í skýrslu Fjölmenningarseturs. Þar kemur fram að aðeins um 80% innflytjendabarna skrá sig í framhaldsskóla, samanborið við um 96% barna af íslenzkum uppruna. Þar segir sömuleiðis að orsakanna sé að leita í grunnskólanum. Auðvelt er að álykta að það sé ekki sízt slök íslenzkukunnátta sem dregur úr börnum innflytjenda að takast á við framhaldsskólanám. Munur á menntunarstigi innflytjenda og þeirra sem fyrir eru í landinu er ávísun á vandamál síðar meir. Reynsla nágrannalandanna sýnir að hætta er á að innflytjendur standi skör lægra í samfélaginu, með minni menntun og lægri tekjur en að meðaltali og lokist af í hverfum lágtekjufólks. Sú tilfinning að fólk sé annars flokks og njóti ekki sömu tækifæra og aðrir elur af sér óánægju og félagslegan óróa sem stundum brýzt út í átökum eins og mörg nýleg dæmi frá Evrópulöndum sýna. Við getum lært af þeirri reynslu nágranna okkar – en þá þarf líka að byrja snemma, strax í leikskólanum – og gera þetta almennilega. Veita börnum innflytjenda þann stuðning sem þarf til að þau verði fullgildir og fullnýtir þjóðfélagsþegnar þegar þau vaxa úr grasi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Aldrei hafa verið fleiri börn af erlendum uppruna í skóla á Íslandi en nú. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarráðs, sem Fréttablaðið sagði frá í gær, kemur fram að nú eru um tólf prósent þriggja ára barna með annað móðurmál en íslenzku. Ef litið er á hóp leikskólabarna í heild eru þar ellefu prósent með erlent móðurmál. Þessi stóra breyting hefur orðið á tiltölulega skömmum tíma, rúmlega áratug. Frá aldamótum hefur fjöldi barna með erlent ríkisfang í leikskólum sjöfaldazt. Í skýrslunni er bent á að þessi þróun sé áskorun fyrir menntakerfið og reyna muni á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir það tók Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, í samtali við Fréttablaðið. Hann benti á að hærra hlutfalli tvítyngdra barna fylgdi aukinn kostnaður fyrir skólana og sérhæfingu og mannafla þyrfti til að fást við börn með annað móðurmál en íslenzku. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Hvað þýðir að gera þetta almennilega? Það getur þurft túlk til að tala við foreldra barna sem eiga sér annað móðurmál en íslenzku. Börnin sjálf þurfa sérstakan stuðning. Þau geta þurft aðstoð í íslenzkunámi og svo skiptir ekki síður máli að þau fái haldgóða kennslu og þjálfun í eigin móðurmáli, því að það er lykillinn að því að þau nái tökum á íslenzkunni og öðrum tungumálum. Fram á það hafa ótal rannsóknir sýnt. Peningar til slíkrar stuðningsþjónustu eru af skornum skammti. Sums staðar er aðgangurinn að nauðsynlegri sérþekkingu líka takmarkaður, jafnvel þar sem hlutfall innflytjendabarna er einna hæst eins og til dæmis á Vestfjörðum. Samt er mikilvægt að standa almennilega að stuðningi við börn innflytjenda. Ástæðurnar má meðal annars lesa í skýrslu Fjölmenningarseturs. Þar kemur fram að aðeins um 80% innflytjendabarna skrá sig í framhaldsskóla, samanborið við um 96% barna af íslenzkum uppruna. Þar segir sömuleiðis að orsakanna sé að leita í grunnskólanum. Auðvelt er að álykta að það sé ekki sízt slök íslenzkukunnátta sem dregur úr börnum innflytjenda að takast á við framhaldsskólanám. Munur á menntunarstigi innflytjenda og þeirra sem fyrir eru í landinu er ávísun á vandamál síðar meir. Reynsla nágrannalandanna sýnir að hætta er á að innflytjendur standi skör lægra í samfélaginu, með minni menntun og lægri tekjur en að meðaltali og lokist af í hverfum lágtekjufólks. Sú tilfinning að fólk sé annars flokks og njóti ekki sömu tækifæra og aðrir elur af sér óánægju og félagslegan óróa sem stundum brýzt út í átökum eins og mörg nýleg dæmi frá Evrópulöndum sýna. Við getum lært af þeirri reynslu nágranna okkar – en þá þarf líka að byrja snemma, strax í leikskólanum – og gera þetta almennilega. Veita börnum innflytjenda þann stuðning sem þarf til að þau verði fullgildir og fullnýtir þjóðfélagsþegnar þegar þau vaxa úr grasi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun