Stúlka finnst myrt á bak við Þjóðleikhúsið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. september 2013 09:00 Kóngurinn Arnaldur Indriðason kynnir nýjan lögreglumann til leiks í verðlaunabókinni Skuggasundi. Fréttablaðið/valli Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Arnaldur Indriðason hlaut í gær RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund þar sem glænýr lögreglumaður er kynntur til leiks. Bókin kemur út 1. nóvember. "Það er auðvitað mikill heiður að hljóta þessi verðlaun hér á Spáni,“ segir Arnaldur Indriðason, sem í gær hlaut spænsku RBA-bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Skuggasund, sem kemur út samtímis á íslensku og spænsku 1. nóvember. „Þau hjá Forlaginu spurðu mig í vetur hvort ég ætti ekki eitthvað til að senda í þessa keppni og það vildi til að ég var einmitt að ljúka við Skuggasund. Hún var þýdd yfir á spænsku í snatri, send inn í keppnina og þetta er niðurstaðan.“ Þekktasta persóna Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur, er víðs fjarri í nýju bókinni og raunar allt hans lögregluteymi. „Þetta er alveg glæný persóna,“ segir Arnaldur. „Lögreglumaður á eftirlaunum sem fer að garfa í gömlu sakamáli frá 1944 þegar stúlka fannst myrt bak við Þjóðleikhúsið. Sagan fjallar um rannsókn málsins bæði á þeim tíma og í nútímanum.“ Byggir sagan þá á raunverulegu sakamáli? „Nei, nei, alls ekki, þetta er allt hreinn skáldskapur,“ segir Arnaldur. Bókin hefur enn sem komið er ekki verið seld til fleiri landa en væntanlega munu þessi verðlaun auka eftirspurnina. Arnaldur er til dæmis geysivinsæll í Frakklandi þar sem bókaverslanir auglýsa hann sem konung glæpasögunnar, en hann segist aldrei hugsa um erlendan markað þegar hann skrifar. „Alls ekki, ég einbeiti mér að því að skrifa íslenskar sögur fyrir Íslendinga, hitt er bara ánægjulegur fylgifiskur.“ RBA-bókmenntaverðlaunin eru ein þekktustu verðlaun heims í glæpasagnaheiminum, en þau eru veitt á hverju ári fyrir óútgefna glæpasögu. Samkeppnin var hörð því 183 handrit voru send inn í keppnina í ár, sem eru reyndar tíðindi fyrir Arnald. Spurður hvort hann hafi átt von á því að sigra segir hann svo ekki hafa verið, þótt auðvitað hafi sá möguleiki hvarflað að honum. „Þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og eins og ég segi mikill heiður,“ segir hann.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira